Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Guðmundur lögregluvarðstjóri: Talaði kynferðisbrotamann af sjálfsvígi sem braut svo aftur af sér

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, velti upp þeirri siðferðilegu spurningu hvort það hefði borgað sig að tala mann, sem hafði gengist við kynferðisbroti, ofan af því að fyrirfara sér. Sami maður varð svo síðar uppvís að öðru kynferðisbroti.

Guðmundur var í viðtali hjá Andra Frey Viðarssyni í þættinum Sunnudagssögur á Rás 2 í gær. Þar fór hann yfir víðar völl og ræddi meðal annars þá erfiðleika í starfi sem lögreglumenn upplifa. Guðmundur upplifði kulnun í starfinu eftir snjóflóðin hræðilegu á Vestfjörðum. „Etir snjóflóðin þá sofnaði ég í starfinu. Þetta var náttúrlega svo hrikalegt áfall á svæðinu,“ segir Guðmundur.

Eitt af merginverkefnum Guðmundar er að sinna leit að einstaklingum. Í gegnum árin hefur hann einnig sinnt samningaviðræðum fyrir hönd sérsveitarinnar, til dæmis þegar einstaklingar eru í sjálfsvígshugleiðingum. Eitt sinn var hann búinn að glíma í nokkra klukkutíma við mann sem ætlaði að fyrirfara sér eftir að hafa verið afhjúpaður fyrir kynferðisbrot.

„Þetta tók langan tíma. En síðan gerist það mörgum árum seinna að ég er sendur á vettvang til að handtaka mann sem er grunaður um kynferðisbrot niðri í bæ. Það reynist vera sami aðili. Aðili sem ég talaði ofan af að hafa fyrirfarið sér en var síðan brotlegur í öðru máli mörgum árum seinna. Það var dáldið sérstakt og þarna kemur upp siðferðisleg spurning. Hefði ég ekki talað hann ofan af því að fyrirfara sér þá hefði seinna málið ekki komið til,“ segir Guðmundur sem viðurkennir að sú hugsun sé snúin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -