Jógaferðir til útlanda njóta vaxandi vinsælda.
Við fallega strönd
Paradísin Maya Tulum í Mexíkó er vinsæl á meðal jógaunnenda. Ýmsar spa-meðferðir og heilbrigt mataræði eru í boði í fallegu umhverfi en Maya Tulum er við fallega ljósa strönd og því um að gera að panta herbergi með útsýni yfir hafið.
Grísk sveitastemning
Ertu í leit að afskekktum og friðsælum stað? Þá gæti Victor van Kooten´s Yoga Hall hugsanlega verið málið. Staðurinn er í friðsælli grískri sveit, í rólegum ólífulundi í Eftalou Valley, og skammt frá er að finna fallega og notalega strönd. Á hverjum morgni er boðið upp á jógakennslu og hugleiðsla býðst á kvöldin.
Kyrrðarstund með höfrungum
Það er líklega fátt betra til að endurhlaða batteríin en að stunda jóga, hugleiðslu og læra öndunaræfingar í sjónum. Á eyjunni Bimini á Bahamas er hægt að stunda óhefðbundið jóga og um leið njóta stundar í sjónum með höfrungum.
Sólarmegin í lífinu
Boðið er upp á ýmsar samsetningar spa-meðferða og einnig opna jógatíma á Como Shambhala Retreat á Maldíveyjum. Jógasetrið er sólarmegin á eyjunni með útsýni yfir sjóinn. Þeir sem kjósa sveigjaleika geta leigt sumarhús og útbúið eigin stundaskrá.
Krefjandi reynsla
Þeir sem kjósa krefjandi jóga gætu haft ánægju af Hatha-jóganámskeiðum sem kennd eru á Sivananda Yoga Vedanta Dhanwantari Ashram, nálægt Neyyar Dam Tiger Reserve í Kerala á Vestur-Indlandi. Þátttakendur iðka hugleiðslu, jóga og söng.