Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Smyglað inn á verðlaunahátíðina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Signý Rós Ólafsdóttir hlaut verðlaun sem Outstanding woman director á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York í vor fyrir útskriftarverkefni sitt úr Kvikmyndaskóla Íslands, aðeins tvítug að aldri. Sú upplifun var ævintýraleg

Signý Rós útskrifaðist frá Kvikmyndaskólanum í maí 2019 og hefur síðan verið á fullu við að skrifa handrit og leikstýra. Síðastliðið vor fékk hún svo þau skilaboð að útskriftarmyndin hennar, stuttmyndin Hafið ræður, væri tilnefnd til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York og það endaði með því að hún hlaut verðlaunin sem besti kvenleikstjórinn. Átti hún von á að ná svona langt á svona skömmum tíma?

„Nei, alls ekki. Ef einhver hefði sagt við litlu Signýju að hún ætti eftir að vinna verðlaun fyrir stuttmyndina sína þá væri hún sennilega enn þá að hlæja. Ég tek bara að mér verkefni og tek mínar hugmyndir og vinn eins vel og ég get,“ segir hún hugsi.

„Eftir að ég útskrifaðist fór ég að vinna sem tæknimaður fyrir KrakkaRÚV. Ég var aðallega að taka upp og klippa en fékk líka að skrifa handrit, skrifaði til dæmis hluta af Jólastundinni í fyrra og fleira. Þar var ég í nokkra mánuði en ákvað þá að fara til Berlínar til að víkka sjóndeildarhringinn.

Ég fór reyndar fyrst til New York til að vera á hátíðinni, ætlaði ekkert að vinna verðlaun, bara upplifun að fara og sjá afkvæmið mitt svona úti í heimi. Svo fengum við þau skilaboð að myndin væri tilnefnd og svo var ég allt í einu komin með verðlaun í hendurnar. Það var reyndar mjög fyndið því ég var bara tvítug og til þess að komast inn á skemmtistaðinn þar sem lokahátíðin var haldin þurfti maður að vera tuttugu og eins. Þannig að það þurfti að smygla mér inn til að taka við verðlaununum. Ég fór svo þaðan til Þýskalands og náði smátíma áður en COVID-19 skall á.“

Fyrir nokkrum árum hefði Signýju Rós þó ekki grunað að hún yrði á þessum stað í tilverunni því hún passaði engan veginn inn í skólakerfið og segist í grunnskóla sífellt hafa fengið þau ósögðu skilaboð að hún væri heimsk. Í tíunda bekk kom í ljós að hún er með lesblindu og athyglisbrest, sem í dag er greint ADHD sem hafði verið ógreint öll þessi ár og það breytti ýmsu. Nú hefur Signý Rós gengið til liðs við Geðhjálp og mun í vetur ferðast milli grunnskóla landsins þegar COVID-19 leyfir og segja sögu sína til að hvetja og styrkja þau börn sem verða út undan í skólakerfinu.

- Auglýsing -

Lestu viðtalið í heild sinni.
Viðtalið má líka nálgast í blaði Geðhjálpar

Sjá einnig www.39.is. Þar getur þú skrifað undir áskorun þess efnis að setja geðheilsu í forgang í samfélaginu. 

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Einnig er hægt að leita til Píeta samtakanna og síminn opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -