Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Faðir Einars Jónssonar sem lést í húsbílabrunanum: „Ég var að missa son og dýrmætan vin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Einarsson, grasalæknir og vélstjóri, minnist elsta sonar síns, Einars, sem lést í húsbílabruna síðastliðið föstudagskvöld. Jón segir fjölmarga vini Einars og fjölskyldu í sárum.

Einar heitinn lést í sviplegu slysi um nýliðna helgi.

„Einar átti góða fjölskyldu og marga nána vini sem hafa orðið fyrir miklu áfalli vegna þessa hræðilega slyss. Ég minnist hans með miklum söknuði. Einar var góður maður og það er svo hörmulegt að þetta hafi gerst,“ segir Jón í samtali við Mannlíf og lýsir þar hinni hræðilegu upplifun sem það er að missa son. Einar var í góðu sambandi við vini sína og fjölskyldu og segir Jón þá feðga hafa verið mjög nána.

„Einar var ekki einungis sonur minn heldur einnig dýrmætur vinur minn, líkt og öll mín börn.“ segir Jón sem minnist sonar síns með færslu á Facebook í fyrradag:

„Elsku Einar sonur minn lést af slysförum aðfararnótt síðastliðins laugardags, 38 ára að aldri. Blessuð sé minning hans.“

Einar átti þrjá hunda sem allir fórust í brunanum með eiganda sínum.

Einar fæddist 21. ágúst 1982. Hann var ókvæntur og barnlaus. Einar hafði undanfarið búið í vönduðum húsbíl sínum nærri Torfastöðum í Grafningi. Síðla föstudagskvöldsins varð hræðilegt slys þar sem Einar brann inn í húsbílnum ásamt hundunum sínum þremur.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að krufning hafi farið fram í gær. Af bráðabirgðaniðurstöðum hennar megi ráða að Einar hafi látist af völdum súrefnisskorts vegna brunans í bílnum. Beðið er endanlegrar niðurstöðu þeirra rannsókna sem fylgja krufningunni, sem og niðurstöðu tæknideildar um eldsupptakarannsókn.

- Auglýsing -

Jón segir son sinn hafa valið sveitalífið því hann hafi verið svo mikið náttúrubarn. Það hafi þeir báðir fengið að gjöf frá ömmu Einars, Ástu Erlingsdóttur, sem var grasalæknir líkt og Jón. Báðir voru þeir aldir upp í því að virða náttúruna og þaðan kom þrá Einars heitins að búa í sveitinni.

Einar bjó í húsbílnum sínum í Grafningi með hundana sína þrjá. Hvergi leið honum betur en í sveitinni. Mynd / Skjáskot Facebook.

„Einar var kraftmikill og góður húmoristi en líka svo blíður og góður.“

Jón og Þórunn Elva Guðjohnsen, eiginkona hans og stjúpmóðir Einars, segja son þeirra hafa verið flottan einstakling sem bjó vel í sveitinni sem hann unni. „Einar var hæfileikaríkur bílasmiður og stundaði vinnu í Reykjavík. Hann var mikill dýravinur og búinn að eiga tvo af hundunum sínum lengi. Þetta voru mjög flottir hundar. Síðan átti hann einn árs gamlan hund líka. Allir nutu þeir frelsisins í sveitinni þar sem þeim leið best. Einar var mjög hlýr og góður maður og einstaklega bóngóður. Það var alveg sama hvað hann var beðinn um var hann alltaf fyrstur til að mæta. Einar var líka kraftmikill og góður húmoristi“ segir Þórunn Elva.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -