Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Ostóber – tími til að njóta osta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mjólkursamsalan heldur októbermánuð hátíðlegan þriðja árið í röð undir yfirskriftinni Ostóber – tími til að njóta osta.

Í fyrsta skipta hafa nú verið settir á markað sérstakir Ostóber ostar.

Í Ostóber fögnum við gæðum og fjölbreytileika íslenskra osta og vill MS með þessu framtaki hvetja landsmenn til borða sína uppáhaldsosta, smakka nýja og prófa sig áfram með ostana í matargerð.

Í fyrsta skipta hafa nú verið settir á markað sérstakir Ostóber ostar en um er að ræða fimm glænýja osta sem framleiddir voru sérstaklega fyrir þetta tilefni.

Ostarnir voru framleiddir í takmörkuðu upplagi og verða seldir nú í október eða á meðan birgðir endast.

Fyrst ber að nefna Óðalsostana Gouda sterkan, Ísbúa og Tind sem allir hafa fengið lengri þroskunartíma en venjulega eða meira en tólf mánuði og bera því merkið 12+ á nýjum umbúðum. Á þessum tíma verða ostarnir einstaklega bragðmiklir og sérkenni hvers og eins verða enn sterkari. Í Gouda sterkum 12+ fylgja mjúkir smjörtónar kröftugu bragðinu, Ísbúi 12+ hefur flauelsmjúka áferð og parast vel með sætu og söltu og þá er Tindur 12+ ómótstæðilegur með sinni stökku áferð og sæta eftirbragði.

Tveir ostanna bera  nafn Búra en þeir bræður gætu ekki verið ólíkari.

Tveir ostanna bera svo nafn Búra en þeir bræður gætu ekki verið ólíkari.

- Auglýsing -

Búri með sinnepsfræjum og kúmeni er bragðbættur ostur þar sem ólíkum kryddtegundum er blandað saman á einstakan hátt. Útkoman er kraftmikið bragð með smá keim af fortíðarþrá.

Búri með trönuberjum og lime er bragðbættur ostur þar sem sætt og súrt bragð mætast á einstaklega spennandi hátt. Framandi bragð og sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana.

Hvort sem þig langar til að smakka einhvern nýjan ost eða prófa þig áfram með uppáhaldsostinn þinn í matargerð hvetjum við þig til að taka þátt í Ostóber, því það er svo sannarlega tími til að njóta osta!

- Auglýsing -

Taktu forskot á sæluna og prófaðu uppskriftin hér að neðan – þú sérð ekki eftir því!

Ostafylltir aspasvasar með Óðals Ísbúa

Einfaldar en fallegar uppskriftir eru heillandi. Þessi fellur í þann flokk. Hún kemur vel út á diski eða hlaðborði, hún er góð í hádegi eða að kvöldi og það er gaman að búa hana til. Vasarnir eru góðir beint úr ofninum, ekki verri þegar þeir kólna og það er auðvelt að hita þá upp.

Innihald
8 skammtar

24 stk. aspasstilkar, litlir*
1 msk. ólífuolía
gott salt og pipar

1 stk. smjördeig**
1 stk. Óðals Ísbúi, rifinn***
8 sneiðar hráskinka
1 stk. egg, hrært

* Helst lítill aspas, ef stór skerið þvert til að hafa hvern stilk þynnri, þá 12 stk.
** Smjördeig fæst í litlum, frosnum plötum í pakka, einnig ófrosið í rúllu – uppskriftin gerir ráð fyrir 8 vösum og þeir nást úr þessum plötum eða rúllu.
*** Óðals Ísbúi er mjög góður í þessa uppskrift en það má mæla með Tindi, Cheddar, Gouda eða hverjum öðrum Óðalsosti sem er.

Skref 1
Hitið ofn í 200 gráður. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
Fletjið aðeins út smjördeigið á hveitistráðu borði.
Skerið út úr því ferninga sem eru um 10×10 cm á stærð.
Snyrtið aspasinn, skerið neðri endann af honum.
Setjið á fat og hellið yfir hann ólífuolíu, stráið salti og pipar yfir og nuddið vel saman.

Skref 2
Brjótið hverja hráskinkusneið saman og leggið á hvern smjördeigskassa.
Þá fer aspasinn yfir skinkuna, horn í horn, fjórir stilkar fyrir hvern vasa.
Stráið rifnum osti yfir aspasinn þannig að töluvert sé af honum, eða um 2 msk.

Skref 3
Brjótið hornin á smjördeiginu yfir aspasinn og lokið vasanum.
Smyrjið með hrærðu eggi og saltið aðeins og piprið.
Setjið í ofn og bakið í um 12-15 mínútur.Berið fram heitt en ekki verra þegar farið að kólna aðeins.

Höfundur / Halla Bára Gestsdóttir

Á gottimatinn.is finnurðu uppskriftir að fleiri ljúffengum réttum.

Mjólkursamsalan í samstarfi við Stúdíó Birtíng.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -