Vefsíðan Fearless Photographers, sem sérhæfir sig í að sýna það besta sem er að gerast í brúðkaupsmyndatökum í heiminum í dag, verðlaunar bestu brúðkaupsmyndirnar á tveggja mánaða fresti.
Nýjustu sigurvegararnir voru afhjúpaðir síðasta þriðjudag. Rúmlega 9300 myndir voru sendar inn í keppnina en aðeins 218 stóðu uppi sem sigurvegarar.
Myndirnar eiga það sameiginlegt að fanga stemninguna á þessum stóra degi fullkomlega sem og að sýna að brúðkaup geta verið jafn mismunandi og þau eru mörg.
Hér fyrir neðan eru nokkrar af myndunum 218 en á heimasíðu Fearless Photographers má sjá allar myndirnar sem voru verðlaunaðar í vikunni.
Texti / Lilja Katrín
[email protected]