- Auglýsing -
Danski húsgagnaframleiðandinn Fredericia Furniture kynnti á dögunum glæsilega viðhafnarútgáfu af Spænska stólnum sem hannaður var af Børge Mogensen árið 1958.
Stóllinn er heimsþekkt hönnunartákn en Mogensen hannaði marga stóla með skírskotun til ólíkra menningarheima. Við hönnun stólsins sótti hann innblástur í aldagamla handverkshefð Spánverja þar sem tíðkaðist gjarnan að nota strekkt leður sem setur og bök í stóla en þaðan dregur stóllinn nafn sitt.
Viðhafnarútgáfa stólsins er úr vínrauðu leðri og er hún einungis fáanleg til 31. desember 2020. Epal er söluaðili Fredericia Furniture á Íslandi.