Orðrómur
Baráttukonan Ólína Þorvarðardóttir hefur svo sannarlega snúið lukkuhjólinu sér í hag frá því hún var sniðgengin við val á nýjum þjóðgarðsverði á Þingvöllum. Ólína fékk réttlætinu fullnægt og ríkið varð að greiða henni 20 milljónir krónur í bætur þótt málið hefði ekki aðrar afleiðingar fyrir skaðvalda hennar. Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður VG, situr enn sem fastast sem formaður Þingvallanefndar.
Ólína vann sér það til óhelgi að berjast sem þingmaður gegn kvótakerfinu. Það mun hafa kallað yfir hana reiði Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra sem á í ströggli í Namibíu. Ólína ákvað að skrifa bók sem tekur á því sem gerist að tjaldabaki þar sem fólk fellur í ónáð valdhafa og fær ekki vinnu. Bókin, Spegill fyrir Skuggabaldur, hefur fengið frábær viðbrögð og trónir nú í efstu sætum vinsældalista við lítinn fögnuð skuggabaldranna sem stjórna í krafti flokka sinna. Ólína fer því með himinskautum …