Hinn argentínski Luis Padron vakti heldur betur athygli í breska sjónvarpsþættinum This Morning í vikunni. Luis, sem talaði við þáttarstjórnendurna Phillip og Holly í beinni frá heimalandi sínu, hefur nefnilega eytt rúmlega sex milljónum króna í lýtaaðgerðir til að líkjast álfi.
„Ég fór til Suður-Kóreu fyrir þremur mánuðum þar sem kjálki minn var brotinn á fimm stöðum og síðan settur aftur saman með títaníum,“ sagði Luis í viðtalinu.
Lagður í einelti í skóla
Hann fékk fyrst hugmyndina að því að líta út eins og ævintýrapersóna þegar hann var táningur. Hann varð fyrir miklu einelti en gat gleymt sér í ímynduðum heimi.
„Ég leitaði að hamingju í bókum og kvikmyndum og þess háttar. Þá byrjaði ég að fíla ævintýrapersónur, eins og álfa og geimverur. Þegar ég var unglingur aflitaði ég hárið mitt eða litaði það skrautlega en mér fannst ég þurfa að gera meira. Síðan sá ég Barbie-stelpuna sem breytti sér með lýtaaðgerðum og ég ákvað að mig langaði að gera það,“ sagði Luis í This Morning.
Mikil viðbrögð á Twitter
Luis hefur einnig farið í aðgerð á eyrum sínum þar sem þau voru mótuð uppá nýtt til að líkjast álfaeyrum. Nú er hann að jafna sig eftir kjálkaaðgerðina og næsta skref er að laga lausa húð í andliti til að ná fram útliti sem hann vill.
Viðtal Luis hefur vægast sagt vakið athygli á samfélagsmiðlum en hér fyrir neðan má sjá nokkra tístara tjá sig um málið:
There’s a fella on #ThisMorning who has spent £45k to look like an elf. Had his ears done and everything. He’s now ‘trans-species.’ Didn’t know this was a thing until today. Seems happy enough. How long before girls get a spike in their head and claim they’re actually unicorns?
— Matty Houghton (@iammatthoughton) February 21, 2018
#ThisMorning I want to be an elf. Craziest thing I’ve ever seen pic.twitter.com/I1VGsblT4x
— Tom Gilroy (@tomgilroy33) February 21, 2018
You do realise that there will be people turning up to their GP demanding elf reassignment surgery now… #ThisMorning
— Victoria (@ToriaTowers) February 21, 2018
Ffs ! I’m all for everyone being/doing what makes them happy but this guy on this morning is taking it a bit too far ..transforming himself into an elf ? I wonder what job he has and how he gets the money for so much surgery so so dangerous ? he says he is TRANS SPECIES ??
— lovejojo knits (@joanna403) February 21, 2018
45grand to look like an elf. Honestly wtf is wrong with people in this world ? @thismorning #ThisMorning #peopleareweird ?
— Rachael Jones (@rachjones150) February 21, 2018
I can’t believe all the judgemental people on Twitter. So what is this guy wants to be an elf or identifies himself as trans-species? He’s allowed to be who he wants to be. #ThisMorning
— Alan Honey (@alanactor123) February 21, 2018
@thismorning #ThisMorning #ElfMan His pictures are so pretty ? I would LOVE to have elf ears but I’m not brave enough to go through what Luis has. Does he speak elven? ?
— ☞ Miss Wolf ☜ (@WarGamerGirl) February 21, 2018