Sunnudagur 15. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Tíu heitustu brúðkaupstrendin á Pinterest

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú eru margir í óðaönn að skipuleggja brúðkaup fyrir vorið og sumarið. Okkur fannst því tilvalið að kíkja á hverju er mest leitað að á Pinterest er varðar brúðkaup, bæði varðandi klæðaburð brúðhjónanna, skreytingar og mat.

https://www.pinterest.com/pin/337910778272689573/

1. Slár í ár

Það er mikið leitað að slám sem henta vel með brúðarkjólum eða kjólum sem eru með áfasta slá. Skemmtilegur stíll sem býður upp á endalausa möguleika.

https://www.pinterest.com/pin/139682025925472178/

2. Stuð í samfestingi

Brúðarsamfestingar eru að koma sterkir inn í ár, enda afar hentugir – nema þegar maður þarf að pissa. Hins vegar eru samfestingar afskaplega þægilegar og auðvelt fyrir brúðir að dansa í þeim langt fram á nótt.

https://www.pinterest.com/pin/136022851229365679/

- Auglýsing -

3. Fleygið er svo 2017

Brúðarkjólar sem eru háir í hálsinn njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. Kjólar sem eru fleygnir fá því smá hvíld í ár.

https://www.pinterest.com/pin/469218854918763900/

4. Hálsmen niður bakið

Þó að kjólarnir verði ekki fleygnir að framan, verða þeir hins vegar opnir í bakið árið 2018. Þá verður vinsælt að bera hálsmen sem fellur fallega niður bakið. Skemmtilegt smáatriði!

- Auglýsing -

https://www.pinterest.com/pin/375980268883017028/

5. Engin bindi takk

Hjá karlpeningnum verður í tísku að vera ekki með bindi, eins og venjan er. Karlmenn eru hvattir til að leika sér meira með fatnaðinn á þessum stóra degi og hafa skyrtur til að mynda örlítið fráhnepptar.

https://www.pinterest.com/pin/196680708711977960/

6. Kambar sem tekið er eftir

Hárkambar snúa aftur og mega þeir endilega vera stórir þannig að tekið er eftir þeim.

https://www.pinterest.com/pin/618682067532779438/

7. Gull, silfur og brons

Brúðarterturnar má svo endilega skreyta með gylltum-, brons- og silfurlitum. Það er það helsta sem er í tísku varðandi eftirrétti.

https://www.pinterest.com/pin/193162271497279466/

8. Flatbökufjör

Þegar kemur að aðalréttinum þá virðast fleiri og fleiri velja að hafa veitingarnar einfaldar og fyrir alla. Heitasta trendið í mat á þessu ári er eftirlæti margra – sjálf flatbakan.

https://www.pinterest.com/pin/246149935863311322/

9. Bæ, bæ brúðarvendir

Stórir og íburðamiklir brúðarvendir detta út og í staðinn kemur óhefðbundin blómaskreyting fyrir brúðina – nefnilega bara eitt, stórt blóm. Sorrí vendir, þið eruð búnir að eiga sviðið alltof lengi!

https://www.pinterest.com/pin/535506211935251644/

10. Segðu það með Jenga

Margir kannast við kubbaleikinn Jenga, en það er afar vinsælt hjá verðandi brúðhjónum um þessar mundir að hafa gestabókina í Jenga-formi, allavega samkvæmt Pinterest. Skemmtileg hugmynd sem hefur líka ofan af fyrir gestunum ef biðin eftir brúðhjónunum er löng.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -