Straumar og stefnur í mótun augabrúna taka sífelldum breytingum, en það nýjasta nýtt er að móta eða teikna augabrúnir þannig að þær minni á sporð á fiski.
Þeir sem fylgjast með nýjustu þáttaröð af America’s Next Top Model, nánar tiltekið þeirri 24. í röðinni, hafa kannski tekið eftir augabrúnum fyrirsætunnar Rio í nýlegri myndatöku. Þá minnti önnur augabrún hennar á sporð.
Eftir að þátturinn fór í loftið hafa fjölmargar konur tekið Rio sér til fyrirmyndar og birt myndir af sínum sporðslegu augabrúnum á Instagram:
Skiptar skoðanir eru um þessa tísku:
omg the fishtail brows are so ugly but look so cool
— gab (@spitiousdolan) February 20, 2018
Fishtail brows.. Its a no from me dawg
— alyssa (@alyssafeltz) February 20, 2018
Og aðeins tíminn getur leitt í ljós hvort þessi tíska muni lifa löngu og góðu lífi.