Orðrómur
Það gladdi marga að sjá eldhressan Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann í Silfrinu á RÚV að tjá sig um stjórnarskránna. Þetta ár hefur verið Sigurði erfitt. Hann steypti útgáfu sinni, Frjálsri fjölmiðlun, í gjaldþrot, stuttu eftir að Björgólfur Thor Björgólfsson hafði hjálpað honnum um hundruð milljónir króna. Hann missti þar með yfirráðin yfir fjölmiðlum DV en losnaði að mestu undan himinháum skuldum þótt einhver eftirmál, kennd við umboðssvik, hafi elt hann. Sigurður hrapaði síðan ofan af þaki heima hjá sér í sumar og margbrotnaði. Hann glímdi við miklar þrautir sem hann lýsti í útvarpsviðtali á Bylgjunni. Þetta er því ár hryllings fyrir hæstaréttarlögmanninn sem glímdi við hver bágindin af öðrum en er nú mættur aftur í opinbera umræðu til að ráðleggja þjóðinni í frumskógi stjórnarskrár og laga …