Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Ólína sakar Mörð um trúnaðarbrot: „Samræmist það skyldum þínum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flokksystkinin Ólína Þorvarðardóttir og Mörður Árnason hafa átt í ritdeilu vegna þess að Ólína fjallar um Mörð í nýrri bók sinni. Mörður var stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu, RÚV ohf, þegar auglýst var eftir nýjum útvarpsstjóra. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, vildi að nafnleynd væri ekki varðandi umsækjendur. Ólína, varamaður Marðar, var á sama máli en bendir í bók sinni á tvískinnunginn í Samfylkingunni. „Samfylkingin talaði tungum tveim. Helga Vala Helgadóttir þingmaður flokksins andæfði upplýsingaleyndinni í fjölmiðlum meðan flokksbróðir hennar, Mörður Árnason fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn RÚV, mótmælti henni ekki og virtist raunar láta sér vel líka,“ skrifar hún. Þetta fór fyrir brjóst Marðar.

„Rétt er að umtalaður fulltrúi andæfði ekki þessari ákvörðun opinberlega. Hann var reyndar í leyfi frá störfum sínum í stjórn RÚV þegar þetta var, og kominn til Kochi-borgar á Indlandi í löngu ákveðna kynnis- og lærdómsdvöl. Varamaður hans í stjórninni var Ólína Þorvarðardóttir, en svo vildi til að á fundinn þegar ákvörðunin var tekin komst varamaðurinn ekki, og var því annar varamaður (Pírati) beðinn að mæta fyrir okkar hönd. Ég lagði honum línurnar í stórum dráttum fyrir fundinn, en þá var ekki vitað um þessa leyndartillögu, og sat varamaðurinn hjá þegar hún var borin upp þar sem hann vissi ekki um afstöðu okkar til málsins (en Lára Hanna aðalmaður Pírata var á móti). Á næsta fundi kynnti Ólína hins vegar efasemdir okkar beggja um þessa ráðstöfun. Síðan tók Indíafarinn við stjórnarstörfum á ný (gegnum síma) vegna þess að Ólína hafði ákveðið að hætta um sinn störfum sem varamaður,“ skrifar Mörður og réttlætir enn aðgerðarleysi sitt vegna ráðningaferilisins.

Mörður Árnason
Mörður Árnason hefur viðurkennt að brjóta trúnað við umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra.

„Þá var leyndar-ákvörðunin þegar tekin og mér þótti ekki gagn eða vit í að andæfa henni frekar, heldur einbeitti mér að því að ráðningarferlið yrði faglegt og að stjórnin sjálf tæki ákvörðun um ráðningu útvarpsstjóra – í fyrsta sinn í sögunni,“ skrifar Mörður og rifjar upp að ráningaferlið hafi reynst faglegt þótt þrjár kærur frá kvenumsækjendum hafi borist.

„Nefndin hefur úrskurðað tveimur kærenda í óhag, en þriðja kæran, efnislega nokkurnveginn samhljóða, barst seinna en hinar og er enn í meðferð. Þess skal líka getið að í samþykktir RÚV var á síðasta aðalfundi bætt ákvæði sem tekur fyrir nafnleynd umsækjenda í framtíðinni …,“ skrifar Mörður.
Ólína brást við skrifum Marðar og tuktar hann til fyrir að segja fullsnemma skilið við greinargerð sína. Hún sakar Mörð jafnframt um alvarlegt trúnaðarbrot sem stjórnarmanns í RÚV.„Eitt er ákvörðun um að leyna nöfnum umsækjenda – sem ég mótmælti sem varafulltrúi (staðgengill) í stjórn RÚV á sínum tíma, áður en umsóknarfrestur rann út. Mér þykir þú þó full djarfur að fullyrða hér í ljósi þeirrar nafnleyndar sem gilti að ég hafi verið meðal umsækjenda. Var nafnleynd eða ekki? Hver ert þú að ákveða hvenær hún gildir og hvenær ekki? Samræmist það skyldum þínum sem stjórnarmanns og þinni trúnaðarskyldu þar að fullyrða hér um einstaka umsækjendur en ekki aðra?“ spyr Ólína.

Hún segir að í bókinni felst gagnrýni á að neita umsækjendum um upplýsingar um ráðningarferlið sem og rökstuðning fyrir ráðningunni en birta þess í stað almenna yfirlýsingu stjórnar á heimasíðu RÚV þegar allt var afstaðið.
„Það er sú upplýsingaleynd sem gagnrýnd er í bók minni. Prinsippið hér er þegjandi samkomulag allra þeirra sem sátu í stjórn RÚV á þessum tíma um að varpa leynd yfir ráðningarerlið, ekki bara nöfn umsækjenda gagnvart almenningi, heldur ráðningarferlið sjálft gagnvart umsækjendunum. Þessu mættir þú svara í stað þess að reyna að draga mig inn í ákvarðanir stjórnar RÚV með þeim hætti sem þú gerir“.
Mörður viuðurkenndu trúnaðarbrot sitt og baðst loks afsökunar á því að hafa nafngreint umsækjendur og tók út nöfnin, þeirra á meðal Ólínu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -