Ný rannsókn sem birt er í Personality and Social Psychology Bulletin gefur til kynna að þau pör sem birti mikið af myndum af sér á samfélagsmiðlum, jafnvel of mikið að mati einhverra, séu í raun óöruggari með sambandið en þeir sem birta minna af myndum og stöðuuppfærslum um téð samband.
108 pör í háskóla tóku þátt í rannsókninni og héldu dagbók um samband sitt í tvær vikur. Út frá dagbókarfærslunum komust rannsakendur að því að þeir sem eru fjarlægir maka sínum sýndu minni löngun til að sýna samband sitt út á við, til dæmis á samfélagsmiðlum.
Hins vegar þráðu þeir sem eru óöruggir í samböndum að hafa sambönd sín mjög sýnileg á samfélagsmiðlum og því birta aragrúa af myndum og stöðuuppfærslum um ástarlífið.
Rannsakendur náðu þó ekki að finna tengingu á milli hegðunar á samfélagsmiðlum og þriðja sambandsformsins, forms þeirra sem öruggir eru í samböndum sínum.
„Þegar fólk var óöruggara með tilfinningar maka sinna, gerði það sambandið sýnilegra,“ segir í rannsókninni, en nánar er fjallað um rannsóknina á vef Huffington Post.