Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Eigendur snjalltækja ánægðir með heimsendingarþjónustu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sífellt fleiri nýta sér þjónustu fyrirtækisins CenterRepair sem býður upp á heimsendingarþjónustu ofan á viðgerðir á snjalltækjum. Stofnandi fyrirtækisins segir viðskiptavini hæstánægða með framtakið.

Einar Ragnarsson, eigandi og stofnandi CenterRepair – Snjall- og viðgerðarþjónustu Miðbæjar.

„Ég finn fyrir aukinni eftirspurn, meðal annars vegna áhrifa COVID-19 og svo bara líka vegna þess góða orðspors af þjónustunni sem við veitum. En þegar ég stofnaði fyrirtækið vorið 2018 var ég fyrstur til að bjóða upp á heimsendingarþjónustu ofan á viðgerðir á snjalltækjum. Fólk var rosalega ánægt með framtakið og það spurðist hratt út og eftir það hefur viðskiptavinunum fjölgað. Fólki finnst auðvitað mjög þægilegt að láta sækja símann sinn, gera við hann og fá til baka án nokkurrar fyrirhafnar. Þetta er auðvitað gríðarlegur tímasparnaður,“ segir Einar Ragnarsson, eigandi og stofnandi CenterRepair – Snjall- og viðgerðarþjónustu Miðbæjar.

Lipur þjónusta og stuttur afgreiðslutími

CenterRepair býður upp á viðgerðir á öllum iPhone, iPad og AppleWatch ásamt útskiptum á rafhlöðum og uppfærslu SSD og vinnsluminni fyrir allar gerðir af tölvum. Hægt er að panta viðgerðartíma símleiðis eða með því að senda tölvupóst eða skilaboð í gegnum síðu CenterRepair á Facebook. „Ef sækja á snjalltækið eitthvert í miðbænum erum við oftast svona 10-15 mínútur á staðinn, en það fer auðvitað aðeins eftir staðsetningu og tíma dags. Á háannatíma getur þetta teygst upp í 20 mínútur í miðbænum,“ segir Einar. „En auðvitað kemur fólk líka með snjalltækin sín og sækir sjálft.“

„Fólki finnst mjög þægilegt að láta sækja símann sinn, gera við hann og fá til baka án nokkurrar fyrirhafnar. Þetta er auðvitað gríðarlegur tímasparnaður.“

Hann bætir við að yfirleitt taki svo ekki meira en klukkustund að laga iPhone-snjallsíma en 2-3 tíma að gera við iPad.

CenterRepair býður upp á viðgerðir á öllum iPhone, iPad og AppleWatch ásamt útskiptum á rafhlöðum og uppfærslu SSD og vinnsluminni fyrir allar gerðir af tölvum.

„Ef við fáum iPad kl. 12 eða 13 þá er hann tilbúinn til afhendingar samdægurs, nema í sérstökum tilvikum þegar þarf að sérpanta ákveðna varahluti en það tekur 3-4 virka daga.

- Auglýsing -

Sömu sögu er að segja um símana. Þeir eru oftast komnir í gott lag á tiltölulega stuttum tíma, en það er einmitt það sem fólk er ánægt með.

Við höfum einnig tekið á móti símum frá Akureyri, Egilsstöðum og fleiri stöðum á landsbyggðinni. Þá sendir fólk símann snemma dags í flugfrakt og fær hann til baka samdægurs með síðustu vél.“

Sprittað í bak og fyrir

- Auglýsing -
Þess má geta að CenterRepair er fyrsta fyrirtækið á landinu sem býður upp á stimpilkort í AppleWallet í símanum, þar safnarðu „stimplum“ og þegar kortið er fullt er veitt frí viðgerð og jafnvel glaðningur. Hér má nálgast stimpilkort CenterRepair (skannaðu mig í myndavélinni)

Spurður út í til hvaða ráðstafana CenterRepair hafi gripið vegna COVID-19 segir Einar að í hvívetna sé farið eftir öllum reglum. „Við virðum auðvitað 2 metra regluna þegar við mætum og erum með grímu og hanska. Setjum tækið í ziplock-poka og sprittum það á verkstæðinu bæði fyrir og eftir viðgerð. Afhendum svo tækið í ziplock-poka og minnum viðskiptavini á að spritta það fyrir notkun. Við tökum þetta mjög alvarlega.“

Einar hefur auðheyrilega í nógu að snúast og kvartar ekki. „Maður er svona allt í öllu; tekur við pöntunum, sækir tæki, gerir við þau og skilar þeim. Það er því ekki hægt að kvarta undan verkefnaskorti, og gaman að sjá fyrirtækið sitt vaxa og dafna,“ segir hann brosandi.

CenterRepair – Snjall- og viðgerðarþjónustu Miðbæjar er að finna á miðhæð Skólavörðustígs 38. Gengið er inn á hlið hússins. Hægt er að panta tíma í síma 519 6545 eða með því að senda skilaboð á [email protected] í gegnum síður fyrirtækisins á Facebook og Instagram.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -