Sunnudagur 22. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Frystitogari kallaður í land: Stærstur hluti áhafnar smitaður af Covid

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um 20 manns af 24 úr áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS smituðust af Covid. Þetta kom fram í gær þegar skipið leitaði hafnar eftir að veikindi höfðu herjað á áhöfnina í þá 20 daga sem skipið hafði verið í veiðiferðinni.

Allan túrinn voru menn að veikjast einn og einn. Fæstir urðu mjög veikir en þó var undantekning þar á. Það stóð á endum að þegar einn hresstist tóku næstu veikindi við.  Töldu menn í fyrstu að um væri að ræða flensu. Skipið hélt til hafnar á Ísafirði í gærdag til að taka olíu og senda alla áhöfnina í sýnatöku. Það kom svo í ljós í dag að nánast öll áhöfnin var sýkt. Talið er að  smitin megi öll rekja til eins manns og veiran hafi grasserað með þessum afleiðingum undanfarnar þrjár vikur. Skipinu var þegar stefnt til hafnar aftur í dag til að koma mannskapnum í sóttkví.

Júlíus Geirmundsson er væntanlegur til hafnar á Ísafirði á morgun. Ekki er ljóst hvað gert verður við áhöfnina sem ekki má eiga samneyti við sína nánustu fyrr en að aflokinni sóttkví. Reiknað er með að komið verði upp aðstöðu á Ísafirði svo hægt sé að einangra mannskapinn.

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, staðfestir í samtali við Mannlíf að stór meirihluti áhafnarinnar reyndist sýktur og að von sé á áhöfninni í land á morgun. Aðspurður hvaða móttökur togarinn komi til með að fá við komu til hafnar segir hann það enn óljóst hvernig verður tekið á málinu.

„Ákvörðun um það verður tekin í fyrramálið. Þeir munu náttúrlega ekki kom í land fyrr en umdæmislæknir sóttvarna verður búinn að ákveða hver næstu skref verða,“ segir Gylfi.

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -