Þriðjudagur 4. febrúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Alexandra getur ekki hitt dóttur sína vegna Covid: „Æfingin getur beðið!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alexandra Ýr Þorsteinsdóttir, móðir sjö ára gamallar stúlku, hefur ekki getað hitt dóttur sína í fjórar vikur. Litla stúlkan er smituð af Covid og er föst í einangrun með öðrum fjölskyldumeðlimum. Alexöndru finnst mjög erfitt að geta ekki knúsað stelpuna sína og telur ljóst að Íslendingar hljóti að geta beðið með að fara í ræktina.

Opnun líkamsræktarstöðva er ástæða þess að Alexandra á erfitt með að sitja á sér. Unga dóttir hennar smitaðist einmitt í hópsmiti útfrá líkamsræktarstöð. „Þetta er Tinna Valdís, litla 7 ára mömmustelpan mín. Hún getur ekki hitt mömmu sína í 4 vikur, getur ekki knúsað mömmu sína, bróðir sinn og voffann sinn og enn 9 dagar eftir. Hún er Covid smituð og er föst í einangrun ásamt 5 öðrum smituðum fjölskyldumeðlimum sínum.
Smit sem má rekja til hópsmits í líkamsræktarstöð. Ein líkamsræktarstöð, 55 smit og um 240 manns í sóttkví eða einangrun í kjölfarið,“ segir Alexandra.

Alexandra Ýr Þorsteinsdóttir

„Ég óska engu foreldri að þurfa að vera heilar 4 vikur í burtu frá barninu sínu.“

Vegna smithættunnar á líkamsræktarstöðvum biðlar Alexandra til samlanda sinna að bíða aðeins með ræktina í nokkrar vikur á meðan þriðja bylgjan gengur yfir. Þannig sýni þjóðin ábyrgð, samstöðu og skynsemi. Skemmst er frá því að segja að heitar umræður hafa skapast um málið á Facebook-síðu Alexöndru. „Áður en þið hlaupið til og reimið á ykkur æfingarskóna, langar mig að biðja ykkur að hugsa ykkur tvisvar um og hugsa hvort þessi æfing sé þess virði að eitthvað barn þarna úti og heilu fjölskyldurnar smitist, þín fjölskylda, litla frænka eða frændi, amma og afi, mamma og pabbi muni smitast bara því að þú gast ekki beðið með að fara á æfingu. Ég óska engu foreldri að þurfa að vera heilar 4 vikur í burtu frá barninu sínu eins og ég hef þurft að gera. Æfingin getur beðið,“ segir Alexandra.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -