Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Þórir Barðdal stofnandi Lótushússins látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórir Barðdal, listamaður og stofnandi Lótushússins, er látinn. Hann lést á líknardeild Landspítalans 14. október, þá 61 árs gamall. Hann lætur eftir sig eina dóttur, Söru Barðdal.

Þórir fæddist í Reykjavík 31. október 1958 og ólst þar í höfuðborginni. Faðir hans, Óli Sigurjón Barðdal, var eigandi Seglagerðarinnar Ægis og þar starfaði móðir hans, Sesselja Engilráð Guðnadóttir Barðdal, lengi á saumastofunni. Sjálfur vann Þórir í fyrirtækinu á sínum yngri árum en snemma fór hann að læra myndlist.

Þórir lauk námi sem myndhöggvari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðar við Listaakademína í Stuttgart í Þýskalandi. Eftir að hafa starfað við höggmyndlist erlendis kom hann aftur til Íslands árið 1996. Fljótlega stofnaði hann steinsmiðjuna Sólsteina sem framleiddi borðplötur, legsteina, minnisvarða og fleira. Eftir að hafa selt fyrirtækið stofnaði hann Steinsmiðju Akureyrar sem hann starfrækti í nokkkur ár.

Eiginkona Þóris var Sigrún Olsen myndlistarkona en hún lést fyrir tveimur árum, þá 63 ára að aldri. Alla tíð unnu þau hjónin náið saman að andlegum hugðarefnum ásamt því að halda saman margar myndlistarsýningar bæði hérlendis og erlendis. Þau stofnuðu meðal annars saman hugleiðsluskólann Lótushúsið þar sem margir Íslendingar hafa tekist á við streitu samfélagsins. Þá stóðu þau hjónin einnig fyrir Heilsubótardögum á Reykhólum í morg sumur við góðar undirtektir.

Útför Þóris fer fram í kyrrþey, með nánustu aðstandendum og vinum. Mannlíf sendir þeim innilegustu samúðarkveðjur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -