Föstudagur 29. nóvember, 2024
-8.6 C
Reykjavik

Eiginmaðurinn styður varaformanninn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Orðrómur

360 manns rita nafn sitt undir stuðningsyfirlýsingu við  Heiðu Björg Hilmisdóttur sem varaformann Samfylkingar. Þetta kemur fram í heilsíðuauglýsingu í Stundinni í dag. Heiða hefur gegnt embætti varaformanns undanfarin ár en nú hefur Helga Vala Helgadóttir, alþingismaður Samfylkingar, hefur skorað Heiðu á hólm og vill fá varaformannsstólinn. Breiðsíðan gegn Helgu Völu hefur að geyma þónokkra þungavigtarmenn. Á meðal þeirra eru Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður og  Ólína Þorvarðardóttir, doktor og fyrrverandi alþingismaður Samfylkingar. Sérstaka athygli vekur að Hrannar B. Arnarsson ritar undir stuðninginn við Heiðu Björg en hann er reyndar eiginmaður hennar og þekkir hana þannig betur en flestir aðrir. Viðbúið er að róðurinn verði þungur fyrir Helgu Völu. Tapi hún slagnum mun það þýða gengisfall hennar innan flokksins. Sigri hún aftur á móti er formannsstóllinn hugsanlega í sjónmáli. Það er allt undir …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -