Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

KR kveður Karl: „Minnumst Kalla með miklu þakklæti fyrir allt sem hann gerði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl Óskar Agnarsson, vallarvörður KR, lést í fyrradag á Landspítalanum, 68 ára að aldri. Hann var einn af dyggustu stuðningsmönnum og sjálfboðaliðum íþróttafélagsins til margra ára.

Karl Óskar fæddist 19. júní 1952 og helgaði líf sitt KR. Félagið minnist hins fallna félaga í færslu á heimasíðu félagsins. „Kalli vinur okkar og félagi lést sl. miðvikudagskvöld á Landspítalanum. Kalli var einn af okkar dyggustu stuðningsmönnum og sjálfboðaliðum. Í mörg ár sá hann um vallarklukkuna þegar strákarnir og stelpurnar voru að spila. Alltaf mættur löngu fyrir leiki, tók á móti okkur fagnandi sem voru að mæta á leiki, gjarnan með liðsuppstillinguna tilbúna á blaði til að sýna manni. Kalli var var oftar en ekki mættur í dyragættina til að taka við miðum þegar Karfan var að spila. Einnig var hann dyggur stuðningsmaður Píluvina KR og lét sig ekki vanta á viðburði Pílunnar. Hann tók líka þátt í getraunastarfi KR í gegnum tíðina,“ ritar knattspyrnufélagið í færslu sinni.

Á sextugsafmæli Karls var hann sæmdur sérstakri viðurkenningu fyrir sjálfsboðaliðastörf sín fyrir KR. „Við KR-ingar minnumst Kalla með miklu þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir gamla góða KR og þökkum honum samfylgdina í gegnum tíðina. KR-ingar senda ættingjum Kalla innilegar samúðarkveðjur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -