Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Systur óttast um 93 ára covid-sýkta móður sína á Sólvöllum: „Ég er reið!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gróa Guðmunda Haraldsdóttir, vistarstjóri við Fjölbrautarstjóla Norðurlands vestra, er öskureið yfir því að lífi aldraðrar móður hennar hafi verið stofnað í hættu. Þar á hún við flutning íbúa af Covid-sýktum Landakostspítala yfir á hjúkrunarheimilið Sólvelli á Eyrarbakka.

Gróa ritar þetta í færslu á Facebook og er henni skiljanlega mikið niðri fyrir. „Ég er að reyna að átta mig á hlutunum. Mamma býr á Sólvöllum á Eyrarbakka. Þangað var fluttur íbúi af Landakoti sem greinilega hefur ekki verið sett í skimun áður en hún var flutt þangað. Það kemur upp smit þar, á Sólvöllum. Amk eru 11 smitaðir á Sólvöllum og þar á meðal mamma, hún er með covid veiruna já, 93 ára. Nú er verið að flytja gamla fólkið af Sólvöllum til Reykjavíkur á Eir, í einangrun þar. Já sem sagt ég er að reyna að átta mig á hlutunum. Það eru vinsamleg fyrirmæli til allra að vera ekki að fara á milli staða. En það er verið að senda fólk á milli staða, á elliheimili án þess að vita hvort fólk er með smit. Ég er reið!,“ segir Gróa.

Þrettán íbúar öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka eru smitaðir af COVID-19. Alls eru íbúarnir nítján og er einn þeirra smituðu íbúi sem var fluttur þangað af Landakotsspítala. Þar hefur greinst klasasmit þar sem 77 einstaklingar hafa greinst sýktir, jafnt sjúklingar sem starfsmenn. Allir starfsmenn Sólvalla eru í sóttkví og hefur bakvarðasveitin þurft að sinna íbúunum. Hinir smituðu verða fluttir til Reykjavíkur.

„Það eru allir mjög reiðir yfir því að þetta hafi verið framkvæmt með þessum hætti. Að fólk hafi ekki verið tekið í skoðun áður en það var sent á annað hjúkrunarheimili með veikt gamalt fólk,“ segir Jóna Haraldsdóttir, systir Gróu.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -