Leikkonan Jennifer Lawrence var í viðtali við breska miðilinn The Sun fyrir stuttu til að kynna nýjustu mynd sína, Red Sparrow.
Viðtalið var að hluta til mjög persónulegt, en í því sagðist Jennifer ekki vera hrifin af skyndikynnum.
„Ég er ekki í sambandi. Ég vil taka það skýrt fram að ég hef ekki stundað kynlíf í mjög langan tíma. Ég tala alltaf eins og mig langi í typpi en sannleikurinn er sá að þegar ég horfi til baka yfir kynlífssögu mína þá var kynlífið alltaf með kærustum,“ segir Jennifer, sem hræðist sýkla.
„Ég er líka sýklafælin. Ég hefur lifað svona lengi án kynsjúkdóms. Typpi eru hættuleg,“ segir hún og bætir við að tilvonandi bólfélagar þurfi að fara í læknisskoðun áður en þeir leggist með leikkonunni.
„Ef ég gæti hugsanlega fengið kynsjúkdóm þá væru læknar örugglega búnir að koma að málinu. Ég er það sýklafælin.“