Íslenskur barnaníðingur hefur verið handtekinn á Spáni. Viðkomandi var á flótta undan tólf ára fangelsisdómi í Danmörku fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni.
Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa neytt unga dóttur sína tíu sinnum á árunum 2006 til 2010 ásamt því að hafa lamið hana á líkama og höfuð með ýmsum hluta svo alvarleg meiðslu hlutust. Vísir greindi frá og vísar í fréttatilkynningu spænsku lögreglunnar sem gefin var út í gær.
Kynferðisbrotin áttu sér stað bæði á Íslandi og í Danmörku þar sem Íslendingurinn hlaut dóminn. Dóttirin var undir tólf ára aldri þegar faðirinn íslenski braut á henni. Þá var hann einnig gómaður með barnaníðsefni í fórum sínum. Maðurinn er sagður hafa flúið land í Danmörku og því var gefin út handtökuskipun á manninn.
Íslendingurinn var handtekinn í bænum Benissa nærri Alicante á Spáni.