Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Svanur brattur þrátt fyrir blóðtappa í heila: „Ekki meiningin að láta 2020 buga sig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svanur Kristjánsson, prófessor emiritius í stjórnmálafræði, fékk á dögunum blóðtappa í heila.  Sonur hans og fyrrverandi borgarfulltrúi, Halldór Auðar, greinir frá því á Facebook. Halldór segir föður sinn upplitsdjarfan og vonar fjölskyldan að hann nái sér.

Halldór segir Svan hafa jafnað sig nokkuð hratt. „Fyrir rúmum tveimur vikum lenti pabbi minn í því að fá blóðtappa í heila. Þetta var að sjálfsögðu áfall fyrir alla fjölskylduna en hann hefur jafnað sig ansi hratt, er kominn í endurhæfingu á Grensás og verður færður yfir á göngudeild þar á morgun, annars verður hann heima hjá sér,“ segir Halldór.

Svanur á erfitt með tjáningu en vonast Halldór til þess að það muni koma til baka. „Líkamlega er hann þokkalega hraustur en tjáningargetan er ennþá takmörkuð. Við í fjölskyldunni erum öll vongóð um að það komi til baka en það mun þá bara taka smá tíma. Mestu munar um það að hann sjálfur er upplitsdjarfur og tekur þessu af miklu æðruleysi. Það er alls ekki meiningin að láta 2020 buga sig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -