- Auglýsing -
Nýi þátturinn á Netflix, Nailed It, fjallar eingöngu um fólk sem reynir að endurgera fallega rétti sem það hefur skoðað á internetinu, til dæmis á Pinterest, með misgóðum árangri.
Þættinum er stýrt af spéfuglinum og leikkonunni Nicole Byer og þið eiginlega verðið að horfa á stiklu fyrir þáttinn hér fyrir neðan. Við vitum ekki með ykkur, en við erum mjög spennt að horfa á þennan spaugilega þátt.