Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Heiða Björg um borgina: „Engin óráðsía í gangi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir hafa upplifað ólga innan borgarstjórnar síðustu ár og störf meirihlutans verið umdeild. Sumir telja stjórnleysi og óráðsíu ríkja í Ráðhúsinu. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingar og borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík, segir sjálfsagt að gagnrýna það sem betur megi fara en það sé engin óráðsía í gangi. Hún kveðst ánægð með þær breytingar sem eru að verða á borginni og stolt af þeim.

„Í borginni þar sem ég er borgarfulltrúi er auðvitað tekist hart á um stór mál og utan frá séð geta stórnmálin virkað eins og vígvöllur,“ segir hún. „Þar spilar inn í að leiðinlegu málin fá oftast meira pláss í fjölmiðlum. En mér hefur alltaf verið vel tekið og ég hef eignast góða samstarfsmenn bæði innan Samfylkingarinnar og í öðrum flokkum. Almennt vinnum við þétt saman og erum að ná árangri saman. Enda tel ég að ef við ætlum að gera það þá eigum við að horfa meira í það sem við eigum sameiginlegt og hvar við getum unnið saman og eyða minni tíma í að reyna að klekkja á fólki eða segja ljóta hluti um það.“

Ég bendi á að margir upplifi samt mikla ólga innan borgarstjórnar. Störf meirihlutans hafa verið umdeild. Braggamálið, pálmatrén, framúrkeyrsla Sorpu. Sumir telja stjórnleysi og óráðsíu ríkja í Ráðhúsinu.

„Mér finnst sjálfsagt að gagnrýna það sem má betur fara,“ svara Heiða yfirvegað. „Framkvæmd Braggans var til dæmis klárlega ekki eins og á að vera. Við höfum ekki reynt að hylma yfir það. En það er engin óráðsía í gangi. Borgin stendur vel og henni er vel stjórnað. Og vegna þess hvernig kerfið er uppbyggt þá gætum við ekki, ekki einu sinni þótt við vildum, stjórnað borginni jafnilla og sumir vilja láta í veðri vaka.

„Af hverju þetta tók svona langan tíma skal ég ekki segja. Þeir sem sátu við samningaborðið eiga svar við því.“

En auðvitað leggjum við okkur fram um að stjórna vel og mér finnst ég sjá jákvæðar breytingar á borginni. Sem dæmi erum við að byggja upp þjónustu fyrir fólk með fatlanir. Erum að opna fleiri hjúkrunarrými. Erum að gjörbylta þjónustu velferðarsviðs. Erum meira að horfa í að veita þjónustu sem fólk óskar eftir heldur en að ákveða þjónustu fyrir það í einhverju excel-skjali, eins og var kannski meira áður fyrr. Eins og bara þegar ekklar, menn sem voru í sorg, leituðu til félagsþjónustunnar og var þá boðið þrif, en vantaði kannski annars konar aðstoð. Við erum að vinna í því að snúa kerfinu. Hlusta á fólkið, frekar en að ákveða hlutina fyrirfram. Þetta eru bara nokkrar breytingar og ég er ánægð með þær og stolt af þeim.“

Átök Eflingar og borgarinnar tóku á

- Auglýsing -

Hérna gríp ég fram í og bendi á að ekki deili nú allir þeim skoðun með Heiðu að hlutirnir séu að þróast í rétta átt í Reykjavík. Kaupmenn í miðbænum hafi sem dæmi sett út á meirihlutann einmitt fyrir að hlusta ekki á þá með því að fjölga göngugötum í borginni. Meirihlutinn hafi líka verið gagnrýndur fyrir úrræðaleysi í málefnum heimilislausra og þegar kjaraviðræður stóðu yfir sakaði Efling hann um hræsni og óbilgirni.

„Varðandi miðbæinn og Laugaveginn þá sjáum við samkvæmt könnunum að Reykvíkingar eru ánægðir með þá þróun sem á sér stað,“ bendir Heiða á. „Hverfisgatan er orðin frábærlega flott. Þar hafa sprottið upp mörg fyrirtæki. Og ekki má gleyma nýja Hafnartorginu. Fyrir utan það veit ég að þau hjá umhverfis- og skipulagssviði hafa lagt sig fram um að vera í góðu samtali og eru opin fyrir margvíslegum lausnum, því að sjálfsögðu viljum við sem blómlegasta miðborg. Það skiptir máli fyrir mannlífið. Við þurfum bara einhvern veginn að finna leið þarna á milli þannig að Reykvíkingar séu ánægðir og kaupmennirnir líka.

Hvað varðar heimilislausa, þá þurfti að bæta þjónustuna og við höfum sett tvöfalt meira fjármagn í þann málaflokk.“

- Auglýsing -

Hvað með gagnrýni Eflingar? Hvernig fannst þér, með þinn bakgrunn, að vera sökuð um að tala niður til verkalýðsstétta?
„Ég styð alltaf baráttu verkalýðsfélaga fyrir bættum kjörum og mér fannst mikið af kröfum Eflingar skiljanlegar. Mér fannst þetta hins vegar mjög erfiður tími,“ játar Heiða fúslega. „Mér fannst mjög miður að það þyrfti að koma til þess að það þyrfti að fara í verkfall. Ég hefði á allan hátt viljað að við gætum komið í veg fyrir það.

Ég hefði líka viljað geta haft meiri áhrif á samningaviðræðurnar. Stjórnmálamenn hafa hins vegar ekki umboð til þess heldur samninganefndir og við urðum að leggja traust okkar á það að þær næðu saman. Sem betur fer gerðist það og ég held að samningurinn sem náðist loks sé ásættanlegur fyrir báða aðila þótt við í Reykjavík séum svolítið gagnrýnd fyrir það að hafa samið of vel við Eflingu. Við eigum bara að vera stolt af því og standa við þann samning. Þarna eru stórar og mikilvægar kvennastéttir sem eru á of lágum launum. Þannig að þetta var mikilvægt skref, sem ég er ánægð með að við skyldum taka. En af hverju þetta tók svona langan tíma skal ég ekki segja. Þeir sem sátu við samningaborðið eiga svar við því.“

Lestu viðtalið við Heiðu í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -