Þingmaðurinn Brynjar Níelsson glímir við þann vanda að þola illa hávaða sem kemur snöggt upp. Hann hrekkur óskaplega við og gefur jafnvel frá sér hljóð sem vekja athygli nærstaddra. Byssuskot í kvikmynd fær Brynjar til að æpa upp yfir sig í augnabliks skelfingu. Þessu lýsti hann af einlægni í þættinum Mannamál á Hringbraut sem hamhleypan Sigmundur Ernir Rúnarsson stjórnar af næmni og skilningi á mannlegt eðli.
Brynjar talar hjarta sitt hreint í þættinum og segir meðal annars frá brostnum ráðherradraumum og hvernig Bjarni Benediktsson hefur tekið minnipokafólk fram yfir hann. Brynjar hefur leitað til lækna vegna ótímabærra viðbragða sinna en enga lækningu er að hafa. Sagði þingmaðurinn að niðurstaðan væri eingfaldlega taugaveiklun …