Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Hjördís Rut kveður bróður sinn: „Þegar minn tími kem­ur tekur Bjössi minn á móti mér opn­um örm­um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll Sævar Guðjónsson, vallarþulur Laugardalsvallar, oftast kallaður Röddin, kveður vin sinn, Björn Smára Sigurðsson, í fallegri færslu á Facebook. Það gerir systir Björns einnig í hjartnæmri minningargrein.

Björn fæddist í Hafnarfirði 18. september 1966. Hann starfaði hjá Eimskip alla sína starfsævi. Björn lést á gjörgæsludeild Landspítalans 19. október síðastliðinn og var jarðsunginn í Langholtsskirkju í gær. „Elsku vinur, ég þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér. Guð geymi þig og við sjáumst þó síðar verði í sumarlandinu,“ segir Páll.

Björn og Páll á góðri stundu. Mynd / Skjáskot Facebook.

Hjör­dís Rut Sig­urðardótt­ir, systir Björns, minnist stóra bróður síns í minningargrein í Morgunblaðinu. Af þeim fjórum systkininum voru þau tvö lengst saman í foreldrahúsum. „Ég var alltaf stolt af stóra bróður mín­um sem var bæði fal­leg­ur að inn­an og utan. Hann var ein­læg­ur og blátt áfram og maður vissi alltaf hvar maður hafði hann. Það var einn af hans stærstu kost­um. Hann hafði hlýja og mjúka en samt sterka rödd og gaf þétt faðmlög sem ég á eft­ir að sakna mikið. Bjössi var mikið nátt­úru­barn og naut þess að standa við ár­bakka á veiðum, gjarn­an við Brúará, með hund­inn sinn meðferðis,“ segir Hjördís.

Systir Björns segir hann iðulega hafa verið midlan í garð bæði barna og dýra. „Einu sinni ætlaði ég að aðstoða hann með jóla­gjaf­ir handa dætr­un­um og lagði til að það yrðu mjúk­ir pakk­ar, en nei – það þótti hon­um glatað! Gjaf­irn­ar áttu að vera eitt­hvað sem stelp­urn­ar langaði í og það áttu að vera skemmti­leg­ar gjaf­ir. Mér þykir óraun­veru­legt að skrifa minn­ing­ar­orð um minn kæra bróður og geri það með sorg í hjarta. Ég heyri hlát­ur­inn hans og rödd­ina í hug­an­um og treysti því að þegar minn tími kem­ur taki Bjössi minn á móti mér opn­um örm­um. Með ást, þakk­læti og kær­leika kveð ég þig, elsku Bjössi, með orðunum sem þú kvadd­ir gjarn­an með á kvöld­in: Góða nótt og góða drauma!,“ segir Hjördís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -