Óhætt er að segja viðbrögð Íslendinga við blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í hádeginu einkennist ekki af jafnaðargeði. Svo má í það minnsta ætla ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum.
Á fundinum voru hertar aðgerðir kynntar með það að markmiði að hefta útbreiðslu COVID. Næstu tvær vikunnar, í það minnsta, mun landið liggja niðri enda fjöldatakmarkanir komnar niður í tíu manna hámark.
Íþróttastarfi er aflýst með öllu. Sundlaugar og skemmtistaðir lokaðir alfarið. Þó er heimild fyrir 30 manns í útförum.
Á viðbrögð landsmanna á Twitter einkennast af bugun, sorg og kvíða. Margir slá þó á létta strengi og brosa í gegnum tárin. Hér fyrir neðan má sjá brot af viðbrögðum Íslendinga við þessum skelfilegu fréttum.
Ef að æðri máttarvöld frá öðrum hnöttum er að lesa þetta, þá er þetta allt í lagi, ég gefst upp. Ég mun hlýða ykkur í einu og öllu ef þið hættið við hlýnun jarðar og Covid-19.
— 🔥🤠Yeehaw Snáðinn 🤠🔥 (@drekarekari) October 30, 2020
Ég finn svo til með íslenskum börnum. Mikið er þetta sorglegt.
— Þórunn Jakobs (@torunnjakobs) October 30, 2020
Grenjandi yfir þessum upplýsingafundi
— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) October 30, 2020
á sl mánuði hef ég oftar heyrt einhvern segja “sjáumst kannski einhverntímann” heldur en “sjáumst”
— Fat_Kyle (@freyjaplaya) October 30, 2020
Æi ég held ég hafi endanlega bugast núna.. Fokkið ykkur með þetta „við þurfum öll að..“ veit bara ekki um neinn sem hefur ekki verið að sinna sínu. Fór að pæla um daginn afhverju mér liði illa og hafði þá ekki farið úr húsi í 3 daga. Hvað „þurfum við öll?“..láta svæfa okkur?
— Henrý (@henrythor) October 30, 2020
Tilfinningin akkurat núna er uþb svona pic.twitter.com/f2N8HxSDvY
— Oddur Gunnarsson! Bauer (@oddurbauer) October 30, 2020
hertar aðgerðir nóvember 2020 moodboard pic.twitter.com/EpRDNiNiqI
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) October 30, 2020
ókei ókei hvað þýðir þetta fyrir leikskóla? Opið annan hvern dag aftur?
— Inga (@irg19) October 30, 2020
Vandinn í hnotskurn pic.twitter.com/dlhmuQm0qa
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) October 30, 2020
30 dagar í spádómskertið #jól #aðventan
— KonniWaage (@konninn) October 30, 2020
Þessar aðgerðir eru snilld! Nú má helgin koma🙏
— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) October 30, 2020
EN PARTÝBÚÐIN VERÐUR HÚN EKKI OPIN ÁFRAM?
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) October 30, 2020
Í hvaða heimi lifum við þegar við ætlumst til þess að 6 ára krakkar haldi 2 metra fjarlægð og beri grímur?
— Jakob Helgi (@jakobhelgi) October 30, 2020
Erum við ekki örugglega að tala um aðgerðirnar eigi gera okkur kleift að halda næstu jól eða 2021?
— gunnare (@gunnare) October 30, 2020
Væri ansi mikilvægt að bjóða uppá sálfræðiþjónustu þennan erfiðan vetur sem kostar ekki annan handlegg. Gæti bókstaflega bjargað lífum. Rannsóknir benda til þess að fólk líði verr (shocker) núna. Myrkrið að koma. Þurfum að gera ráðstafanir fyrir þessu
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) October 30, 2020
Ahhh, þegar skammdegis- og COVID-þunglyndið skarast. Skjóttu mig í hausinn með haglabyssu tvisvar takk.
— Davíð Roach (@DavidRoachG) October 30, 2020