Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Örlygur Hálfdanarson bókaútgefandi lést á Sóltúni síðasta föstudag. Hann var níræður að aldri og lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni.

Örlygur fæddist 21. desember 1929 í Viðey og ólst þar upp. Hann gekk í Viðeyjarskóla og nam við Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði og síðar við Samvinnuskólann en þaðan lauk hann verslunarprófi og framhaldsdeildarprófi.

Um skeið starfaði Örlygur sem ritstjóri Hlyns, blaðs samvinnustarfsmanna, og sem blaðamaður á Samvinnunni. Ekki leið á löngu þar til hann stofnaði bókaútgáfuna Örn & Örlyg árið 1966, ásamt Erni Marinóssyni svila sínum. Útgáfan var starfandi í þrjá áratugi og gaf út fjölda rita. Meðal ritverka sem hann kom að var Landið þitt, Reykjavík – sögustaður við Sund, Ensk-íslensk orðabók, Íslensk alfræðiorðabók og fleiri orðabækur, Ferðabók Eggerts og Bjarna, Dýraríki Benedikts Gröndal og Skútuöldin.

Síðar stofnaði hann Íslensku bókaútgáfuna sem hélt áfram útgáfu ferðahandbóka og fleiri ritverka. Gaf Örlygur meðal annars út Vegahandbókina og Útkallsbækur Óttars Sveinssonar. Ferill hans sem bókaútgefandi hér á landi spannaði því ein 45 ár þar sem hann lagði áhersla á sögu og sérkenni landsins. Síðast kom Örlygur fram í viðtali fyrir tæpu ári síðan og sagðist hann þá sáttur með ævistarfið.

Örlygur var um tíma forseti Slysavarnafélags Íslands, eftir að hafa setið í stjórn slysavarnadeildarinnar Ingólfs og verið þar formaður. Fyrir störf sín fékk hann fjölmargar viðurkenningar, til dæmis fálkaorðuna árið 1991 og árið 2006 var hann heiðraður af Ferðafélagi Íslands með Pálsorðunni.

Eftirlifandi eiginkona Örlygs er Þóra Þorgeirsdóttir húsmóðir. Synir þeirra eru Þorgeir, Örlygur Hálfdan, Matthías, d. 2014, og Arnþór.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -