Guðjón Óskarsson hefur vakið heimsathygli á samskiptamiðlinum Reddit. Sjálfur er hann með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn sem hann segist aldrei hafa látið skilgreina sig og vinnur hann nú að því að finna svarið við sjúkdómnum.
Reddit er eitt stærsta vefsvæði veraldar þar sem fjöldi frægra einstaklinga heldur sig. Dæmi um fræga sem hafa notast mikið við síðuna er Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Á Reddit skapast iðulega umræður um hin ýmsu málefni og það er ekki ýkja algengt að Íslendingar rati inn í hópviðtöl á svæðinu. Guðjón hefur fengið talsverð viðbrögð sem er vel gert á eins stóru vefsvæði sem Reddit er.
Eins og áður sagði þá er Guðjón með vöðvarrýnunarsjúkdóm sem hefur bundið hann við hjólastól og orðið til þess að hann þarfnast umönnunnar allan sólarhringinn. Það hefur ekki komið í veg fyrir að hann lauk námi sínu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands. Þangað fór hann með þá von að geta nýtt sér námið til að geta síðar þróað lyf við sjúkdómnum sem hann þrjáist af. Nú er hann í doktorsnámi í erfðafræði með áherslu á með áherslu á blóðmælingar og blóðsjúkdóma.
Á Reddit opnaði Guðjón á umræðu um sjúkdóminn og hvetur netverja til að
spyrja sig út í hvað sem er. Þar hefur hann fengið mikil viðbrögð og fjölda spurninga. Raunar svo mikil viðbrögð að það hefur tekið hann daga að vinna úr og ljóst að Guðjón hefur vakið heimsathygli með hópviðtali sínu.