- Auglýsing -
Á síðustu níu dögum hafa sjö Íslendingar látist af völdum Covid-19. Á síðsta sólarhring lést sjúklingur á Landspítalanum en það staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á upplýsingarfundi almannavarna í dag.
Sjúklingurinn varð þar með átjánda fórnarlamb þessarar skeiðu veiru hér á landi. Viðkomandi var á tíræðisaldri.
Í hinni svokölluðu þriðju bylgju faraldursins hér á landi hafa nú átta Íslendingar látið lífið. Í þeirri fyrstu létust tíu.