Þegar er hafið kapphlaup um sæti Steingríms J. Sigfússonar sem leiðtogi í Norðausturkjördæmi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður sem var í öðru sæti, hefr gefið út að hún ásælist fyrsta sætið. Keppinautur hennar verður Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, semlýsti yfir framboði á í fyrsta sæti á Facebook-síðu sinni. Þá hefur Vopnfirðingurinn Kári Gautason, framkvæmdastjóri þingflokks VG, tilkynnt að hann vilji komast í eitt af efstu sætum listans. Það stefnir í hörkuslag, enda eftir nokkru er að slægjast þar sem kjördæmið er eitt helsta vígi Vinstri-grænna …