Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti, spyr á Facebook hví Ísland sé svo gott sem eina landið í heiminum sem er að glíma við þriðju bylgju COVID en ekki aðra bylgju. Honum grunar að það sé pólitísk blekking til að villa fyrir um að bylgjur tvo og þrjú sé sú sama.
„Hvað veldur þessu tali um þriðju bylgjuna á Íslandi á meðan alls staðar annars staðar er fólk að fást við aðra bylgjuna? Er það vegna þess að stjórnvöld geta ekki horfst í augu við að önnur bylgjan, sem virtist sem væri að gefa eftir og því var slakað of snemma á aðgerðum, fór úr böndunum með hörmulegum afleiðingum? Ættum við ekki að þola að fjalla um hlutina eins og þeir eru? Það er eiginlega grundvallaratriði, að umræðan sé ekki rugluð með ruglandi hugtökum,“ skrifar Gunnar Smári.
Jón Árni Bragason skrifar athugasemd og birtir myndina sem má sjá hér fyrir neðan. „Það er nú mjög einfalt mál. Eins og sjá má á myndinni hér neðar þá byrjaði bylgja snemma í ágúst sem kveðin var niður fljótt. Eða svo töldu menn. Síðan kom þriðja bylgjan,“ segir hann.
Þessu svarar Gunnar Smári svo: „Nei, myndin sýnir þetta ekki. Hún sýnir aðra bylgju rísa um mánaðarmótin og um tíma virðist hún vera að gefa eftir, en svo fer hún úr böndunum. Fyrsta bylgja deyr út, klárlega. Önnur bylgja gerir það ekki, nær aldrei núlli.“