Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er af mörgum talin vera fjölhæfur maður og nýtinn á tíma. Meðfram því að stjórna Seðlabankanum hefur hann unnið að bók um Jón Arason biskup sem var hálshöggvinn í Skálholti fyrir 470 árum. Bók Ásgeirs heitir „Uppreisn Jóns Arasonar“. Ásgeir rekur áhuga sinn á biskupnum til þess að hafa alist upp á Hólum í Hjaltadal þar sem andi biskupsins svífur yfir vötnum. Danir dæmdu Jón á sínum tíma til dauða fyrir landráð og að hafa ætlað að koma landinu undir Karl V. Þýskalandskeisara. Víst er að seðlabankastjórinn lítur á þátttöku sína í jólabókaflóðinu sem innlegg í að örva innlenda eftirspurn sem er einmitt hlutverk seðlabankastjóra. Líklegt er að bókin geri það gott á markaði ef miðað er við viðbrögðin við bókartíðindunum á Facebook-síðu bankastjórans …