Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Svona getur þú fengið ódýrustu flugfargjöldin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Oft hefur því verið haldið fram að best sé að panta flugfargjöld eins langt fram í tímann og hægt er til að tryggja lægsta verðið. Ný greining hjá fyrirtækinu CheapAir kollvarpar hins vegar þessari kenningu.

Samkvæmt greiningu CheapAir er ódýrast að panta flug í Bandaríkjunum sjötíu dögum fyrir brottför. Ef ferðalangar ná ekki að bóka á þeim degi ættu þeir að panta flug 21 til 121 degi fyrirfram, sem er þá besti bókunarglugginn, ef svo má að orði komast.

Í vinnu sinni greindi fólkið hjá CheapAir 917 milljón flugfargjöld árið 2017 og fylgdust með verðinu allt frá 320 dögum í brottför og þar til degi fyrir flug. Með þessari vinnu náði það að reikna út hvenær fargjöld væru að meðaltali lægst, sem var eins og áður segir þegar sjötíu dagar voru í brottför. Niðurstöður ársins 2016 sýndu að ódýrast var að panta flug 54 dögum fyrir brottför og því breytist þetta frá ári til árs, og jafnvel á milli árstíða.

Greiningardeild CheapAir tekur fram í niðurstöðum sínum að sjötíu daga reglan sé að sjálfsögðu ekki algild og að verð á fargjöldum fari einnig eftir ferðinni sem bókuð er.

Fólkið sem stóð að greiningunni segir einnig að það sé flökkusaga að einn dagur vikunnar sé betri til að bóka en hinn, ef markmiðið er að spara nokkrar krónur. Oft hefur því verið haldið fram að ódýrast sé að bóka flug á þriðjudögum, en það ku ekki vera rétt. Greiningardeild CheapAir komst að því að aldrei væri meiri en 0,6% munur á verði á milli daga, og því varla greinanlegur. Hins vegar er ódýrast að fljúga á þriðjudögum og miðvikudögum, og er hægt að spara sér um sjö þúsund krónur allajafna með því að fljúga á miðvikudegi í staðinn fyrir sunnudegi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -