Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Það eru þrjátíu þúsund konur á biðlista fyrir þessi nærföt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Umhverfisvæni fataframleiðandinn Everlane setti á markað nýja undirfatalínu á mánudag, en línan er mjög minimalísk og eru þægindi sett í fyrirrúm.

Nú þegar eru tæplega þrjátíu þúsund konur á biðlista fyrir þessi nærföt og búist er við því að listinn muni aðeins lengjast næstu daga. Hægt er að fá toppa, brjóstahaldara og nærbuxur í línunni og er ekkert í henni dýrara en þrjátíu dollarar, eða tæplega þrjú þúsund krónur.

Þægindi ofar öllu.

Nærfatalínan er búin að vera í þróun í tvö ár og þegar hún kom á markað birti Everlane orðsendingu á Instagram þar sem farið var yfir hugmyndinafræðina á bak við fötin.

„Undirföt ættu að vera gerð fyrir þig. En áratugum saman hafa þau verið hönnuð með einhvern annan í huga,” segir í orðsendingunni, og í kjölfarið er farið yfir allt sem er óþægilegt við flest undirföt í dag.

„Iðnaðurinn hefur grætt milljarða á að segja konum að þær þurfi að líta út eins og eitthvað sem þær eru ekki til að vera kynþokkafullar. En tímarnir breytast og undirfötin ættu að gera það líka.”

Í orðsendingunni segir einnig að fjörutíu prufur hafi verið gerðar af undirfötunum áður en framleiðendur voru sáttir, en öll fötin í línunni eru úr bómul sem fer vel með húðina og klæðir allar líkamsgerðir.

- Auglýsing -
Klæðir alla.

Í auglýsingum fyrir línuna eru konur af öllum stærðum og gerðum í aðalhlutverki, þar á meðal leikkonan Jemima Kirke sem hefur barist mikið fyrir bættri líkamsvitund og -ímynd.

Eftirsótt undirföt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -