Vincent Alexander hugsar heldur betur fram í tímann og hugsaði sér gott til glóðarinnar þegar átti að taka brúðkaupsmyndir af sér og eiginkonu sinni, Möndu.
Vincent hafði samband við ljósmyndarann Megan Bowling hjá Pop of Color Images og sagði henni að hann vildi að bróðir sinn myndi klæða sig upp sem trúð með hníf og vera á einni brúðkaupsmyndinni, án þess að Manda tæki eftir því.
Planið hans tókst og Manda tók ekki eftir neinu. Þau Vincent fögnuðu eins árs brúðkaupsafmæli á dögunum og þá kom Vincent eiginkonu sinni á óvart með því að gefa henni myndina frægu með trúðnum.
Megan Bowling deildi myndinni frægu á Facebook-síðu sinni og Manda skrifaði athugasemd við myndina. Hún segist elska myndina þó hún hati trúða og að þessi gjöf hafi heldur betur komið henni á óvart.
„Trúður eða enginn trúður, mér fannst þetta vera svo sætt. Ég elska hve ástríðufullur Vince var með þetta allt. Þetta sýnir að hann þekkir og elskar þig,” skrifar þá ljósmyndarinn til Möndu.
Þess má geta að hinar brúðkaupsmyndirnar af hjónunum voru ósköp venjulegar, eins og sjá má hér fyrir neðan:
Myndir / Megan Bowling