Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Átök fyrir Héraðsdómi: Jón Baldvin óttast Metoo-vitni Aldísar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Deilt er um öll þau vitni sem  Aldís Schram hyggst leiða fram í meiðyrðamáli sem faðir hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur höfðað gegn henni, fjölmiðlamanninum, Sigmari Guðmundssyni og Ríkisútvarpinu. Fréttablaðið segir frá þessu í morgun. Jón Baldvin krefst þess að ummæli sem féllu á Rás 2 þann 17. janúar árið 2019 verði dæmd dauð og ómerk. Þá vill ráðherrann fyrrverandi fá fébætur frá RÚV.

Á meðal vitna Aldísar er Margrét Schram, móðursystir hennar. Margrét en hún er ein þeirra sem segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins .
Upphaflega stóð til að koma fram með 40 vitni Aldísar gegn föður hennar en þau eru nú fimm. Í gær véfengdi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Jóns Baldvins, að vitnin ættu
erindi í málinu og sagðist hafa vitneskju um að framburður þeirra yrði byggður á slúðri og #Metoo-byltingunni. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aldísar, sem telur vitnin eiga fullt erindi fyrir réttinn. Sérstaklega verður réttað um vitnin fyrir héraðsdómi eftir rúma viku. Þá kemur í ljós hvort Margrét, móðursystir Aldísar, Sigríður Richardsdóttir og Hildigunnur Hauksdóttir fái að vitna í máli Aldísar. Jón Baldvin óttast áhrif vitnanna á réttarhöldin og vill alls ekki að málflutningur kvennanna komi fram í vörn Aldísar. Á meðal vitna Jóns Baldvins eru eiginkona hans, Bryndís Schram og dóttir hans Kolfinna Baldvinsdóttir.  

Ásakanir Aldísar á hendur föður sínum snúast um það að hann hafi misnotað hana í æsku og látið nauðungarvista á geðdeild með því að beita áhrifum sínum sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -