Mái bakvarðarins fræga, Önnu Auroru Waage Óskarsdóttir, er enn á borði Héraðssaksóknara. Þangað var það sent í byrjun maí eftir að lögreglan á Vestfjörðum lauk rannsókn sinni. Það er því ekki búið að afgreiða málið hjá saksóknar og því enn óljóst hvort það leiði til ákæru eða niðurfellingar.
Það gaf ákveðnar vísbendingar um að málið sé sent saksóknara í stað þess að lögregla hafi hætt rannsókn án frekari eftirmála í vor. Rannsókn lögreglu snéri að meintu skjalafalsi er Anna Aurora tók að sér starf í bakvarðasveit Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í baráttunni við COVID-19, en þar hún var handtekin vegna kæru um fölsun skjala um menntun sína og starfsleyfi. Þá var lögreglan einnig að rannsaka meintan þjófnað bakvarðarins og meint brot Önnu Auroru á hegningarlögum í þá veru að hún hafi unnið starf sem opinbert leyfi þarf til.
Anna Aurora var handtekin að morgni föstudagsins 10. apríl síðastliðinn, en eftir húsleit og yfirheyrslur þann sama dag var henni sleppt úr haldi. Hún var svo yfirheyrð aftur í maí í og neitaði þar áfram sök líkt og hún gerði í viðtali við Mannlíf skömmu eftir handtökuna.
Anna Aurora fullyrti að hún hafi ekkert að fela í einkaviðtali við Mannlíf og að hún hafi frá upphafi sýnt fulla samvinnu. „Ég lýsi algjörlega yfir sakleysi mínu. Ég sagði allan tímann frá því að ég væri með erlent próf en ekki íslenskt, sem ætti eftir að meta. Það voru allir meðvitaðir um það enda tilkynnti ég það líka strax við komuna vestur. Það gerði ég um leið og ég mætti og það stóð á öllum plöggum. Það var allt uppi á borðum frá upphafi, ég var alls ekkert að reyna að falsa neitt,“ sagði Anna Aurora.
Í samtali við Mannlíf svaraði Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, því játandi hvort málið myndi ekki ósjálfrátt falla niður hafi rannsóknin sýnt fram á að skjöl bakvarðarins væru ófölsuð. „Þá myndi málið falla niður jú. Almennt er það svo við rannsókn lögreglu að þegar við sjáum sem svo að eitthvað verði aldrei að máli og kæra eigi ekki við rök að styðjast þá hættum við rannsókn. Í þessu máli gerðum við það ekki heldur fullkláruðum rannsóknina og sendum frá okkur, sagði Karl Ingi.
Það er nú í höndum héraðssaksóknara að ákveða framhaldið.