Jenna Jameson, sem gerði garðinn frægan á árum áður með leik í klámmyndum, deildi fallegri mynd af sér og dóttur sinni, hinni ellefu mánaða gömlu Batel Lu, á Instagram í gær, föstudaginn langa.
Jenna, sem á einnig níu ára gömlu tvíburana Jesse og Journey, hefur verið dugleg að hvetja fólk til að elska líkama sína og breiða út boðskap um betri og heilbrigðari líkamsímynd. Með mæðgnamyndinni fylgir einmitt fallegur boðskapur.
„Ég og mæður á Instagram sem gefa mér hvað mestan innblástur höfum sameinast til að fagna fegurðinni eftir fæðingu og hve mikilvægt það er að fagna þeim ótrúlegum hlutum sem undursamlegir líkamar okkar geta!” skrifar Jenna og bætir við:
„Þegar ég lít í spegilinn finn ég aðeins fyrir stolti.”
Jenna, sem hætti að leika í klámmyndum árið 2008, segir enn fremur að það hafi tekið hana mörg ár að taka líkama sinn í sátt.
„Vissulega hefur það tekið mig öll mín fullorðinsár að komast hingað en ég er svo glöð að ég er komin. Þetta hylki hefur hýst þrjú falleg börn og fóðrar fallegu dóttur mína í heilt ár,” skrifar hún.