Fatarisinn Juicy Couture hefur tekið höndum saman við Swarovski í nýrri línu sem væntanleg er í verslanir í næsta mánuði.
Meðal þess sem er í línunni er samfestingur alsettur kristöllum frá Swarovski. Talið er að samfestingurinn muni kostar rúmlega 25 þúsund dollara, eða um það bil tvær og hálfa milljón króna.
Þó að almenningur geti ekki enn keypt þessa dásemd hafa fáar, útvaldar stjörnur fengið að spóka sig um í samfestingnum. Söngkonan Katy Perry klæddist einum slíkum á tónleikaferðalagi sínu í janúar og Lady Gaga steig á svið í samfestingnum umrædda á tónleikum í fyrra, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi:
Þeir sem eiga aðeins minna veski þurfa ekki að örvænta því Juicy Couture og Swarovski hafa líka framleitt fallega íþróttagalla sem kosta frá 275 dollurum, um 27 þúsund krónum. Þrjár tegundir verða af göllunum og kemur fyrsta týpan í verslanir í næstu viku.