Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Kjartan Jóhannsson fyrrverandi ráðherra látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi stjórnmálamaður og ráðherra, er látinn. Hann lést á heimili sínu á föstudaginn.

Kjartan fæddist 19. desember 1939 í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR og prófi í byggingarverkfræði í Stokkhólmi. Síðar lauk Kjartan doktorsprófi í rekstrarfræði frá háskóla í Chicago.

Þegar til Íslands var komið rak Kjartan ráðgjafarþjónustu en var síðar skipaður dósent við viðskiptadeild HÍ. Hann varð snemma félagslega sinnaður og var kjörinn til ýmissa trúnaðarstarfa.

Stjórnmálaferilinn hóf Kjartan sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaformaður Alþýðuflokksins. Hann fór síðan á þing þar sem hann gengdi meðal annars stöðu sjávarútvegsráðherra og síðar viðskiptaráðherra.

Þegar hann lauk þingmennsku var Kjartan skipaður sendiherra og tók síðan við starfi sem fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Þá hlaust honum mikill heiður er hann var valinn í stöðu framkvæmstastjóra stofnunar utanríkisviðskiptaráðherra EFTA-landanna. Eftir það varð hann aftur fastafulltrúi Íslands en nú hjá Evrópusambandinu. Þar var Kjartan einmitt aðalsamningamaður Íslands við ESB um breytingar á EES-samningnum.

Eftirlifandi eiginkona Kjartans er Irma Karlsdóttir bankafulltrúi fædd 1943. Dóttir þeirra er María Eva Kristína hagfræðingur, búsett í Bandaríkjunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -