Óvissa ríkir um að hvar Páll Magnússon, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, lendir á lista flokksins fyrir næstu kosningar. Páll fékk ekki ráðherrastól á sínum tíma og enginn vilji til þess að koma honum í álnir á landsvísu. Hann er umdeildur á Suðurlandi og ekki síst í Vestmannaeyjum þar sem hann á þó sitt bakland. Flokkseigendafélagið er lítt hrifið af Páli sem daðraði við klofningsframboð H-lista Írisar Róbertsdóttur sem tók völdin í Vestmannaeyjum, sneri baki við Sjálfstæðisflokknum, og hrakti sjálfstæðismanninn Elliða Vignisson af stóli bæjarstjóra og til Þorlákshafnar. Víst er að margir innmúraðir Sjálfstæðismenn við hefna ófaranna og refsa þeim sem sviku Elliða. Páll er í nauðvörn og stendur tæpt eins og nafni hans sem var einn í heiminum …