Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Tími einkabílsins er að líða undir lok

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búist við miklum breytingum á samgöngum.

„Framtíðin er í almenningssamgöngum og öðrum umhverfisvænum samgöngumátum. Allir voru að tala um hvernig tími einkabílsins fer að líða undir lok,“ segir Salvar Þór Sigurðarson, vörustjóri hjá frumkvöðlafyrirtækinu Vortexa í Bretlandi. Vortexa hefur vakið talsverða athygli. Fyrirtækið nýtir eigin tækni til að sýna nákvæmlega olíuskipaflutninga með hjálp gervigreinar, hversu mikið af olíu og hvernig olíu er verið að flytja um alla heim á rauntíma.

Á dögunum sat Salvar ráðstefnu um þróun á hrávörumarkaði í Lausanne í Sviss á vegum breska dagblaðsins Financial Times. Þetta er árleg ráðstefna sem fjallar um ýmsar hliðar hrávörumarkaðarins á borð við kol, járn og ýmislegt annað. Olía var fyrirferðarmesta umfjöllunarefnið. Á meðal annarra ráðstefnugesta voru forstjórar og annað lykilfólk stórfyrirtækja í olíu- og flutningageiranum. Vortexa var eitt af aðalstyrktarfyrirtækjum ráðstefnunnar og kynnti Salvar þar vörur þess.

„Allskonar nýir orkugjafar eru nú orðnir samkeppnishæfari og munu halda áfram að þróast. Þetta og fleira ræddi fólk um án þess að snúa öllu upp í karp um hvort þétting byggðar og auknar almenningssamgöngur séu yfirhöfuð góðar hugmyndir. Ég sakna þess á Íslandi.“

„Mér fannst mjög áhugavert að sjá hversu vel tókst að ræða umfangsmiklar breytingar á heiminum, sem fara margar beint gegn hagsmunum þeirra fyrirtækja sem áttu fulltrúa þarna, án þess að detta í afneitun. Þétting byggðar mun halda áfram og bráðum verður einkabíllinn ekki konungur allra samganga,“ segir Salvar.

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var: Upphaf nýrrar sveiflu. Fjallað var um þróun mála í kjölfar fjármálakreppunnar, uppsveiflunnar um heim allan eftir hana og nýja orkugjafa. „Stemningin virtist vera sú að eftir niðurskurð síðustu ára fari að birta aftur á mörkuðum með hækkandi olíuverði, hvort sem eitthvað er til í því eða ekki. Undirtónninn var samt mjög skýr. Uppsveiflan sem er að hefjast núna er alls ekki venjuleg, því hún gerist á sama tíma og mestu tækniframfarir mannkynssögunnar eru að eiga sér stað, sérstaklega þegar kemur að orkugjöfum,“ segir Salvar og bætir við að forstjórar olíufyrirtækjanna hafi verið sammála um að heimurinn sé að breytast og að þeir þurfi að fylgja með. Mikið var líka rætt um rafhlöðutækni, mengunarvandamál, þéttingu byggðar, samgöngumál og mál á borð við bitakeðju (e. blockchain) sem talið er að geti haft mikla breytingu í för með sér í fjármálaheiminum og flestum viðskiptum.

„Allskonar nýir orkugjafar eru nú orðnir samkeppnishæfari og munu halda áfram að þróast. Þetta og fleira ræddi fólk um án þess að snúa öllu upp í karp um hvort þétting byggðar og auknar almenningssamgöngur séu yfirhöfuð góðar hugmyndir. Ég sakna þess á Íslandi,“ segir Salvar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -