Miðvikudagur 11. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Lækkun stýrivaxta: Eðlilegt að bankarnir lækki vexti strax

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Seðlabankinn lækkaði í gær  stýrivexti um 0,25% prósentustig, niður í 0,75%. Hvað þýðir þetta almennt fyrir heimilin í landinu og þau lán sem á þeim hvíla?

„Ef allt væri eðlilegt myndu bankarnir lækka sína vexti strax í kjölfarið. En það er nú allur gangur á því hvernig því er háttað. Síðast þegar stýrivextir voru lækkaði þurfti Seðlabankinn að hasta á bankana til að ná fram þessum lækkunum, þær voru langt á eftir og þurfti að toga þá niður með handaafli,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna.

Bæði Íslandsbanki og Landsbanki hækkuðu vexti á húsnæðislánum nýverið.

Íslandsbanki hækkaði fasta vexti húsnæðislána 26. október. Kemur til greina að draga þær hækkanir til baka?

„Þetta er bara allt í skoðun og engin ákvörðun verið tekið enn,“ sagði Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka í samtali við man.is.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir í samtali við Morgunblaðið að vaxtalækkun Seðlabankans hafi komið nær öllum greiningaraðilum á markaði á óvart. Hann gagnrýnir þennan óskýrleika og segir hann ekki á bætandi á þessum tímum.

- Auglýsing -

Landsbankinn hækkaði á þriðjudag tvo útlánavaxtaflokka, þ.e. fasta vexti á nýjum óverðtryggðum lánum til 3 og 5 ára. „Hækkunin hefur ekki áhrif á útlán sem þegar hafa verið veitt. Landsbankinn fjármagnar útlán með föstum vöxtum meðal annars með útgáfu sértryggðra skuldabréfa. Skuldabréfunum má líkja við lán til bankans sem bankinn lánar síðan áfram. Skuldabréfin bera fasta vexti og eru boðin út á skuldabréfamarkaði og ávöxtunarkrafan, þ.e. vextirnir sem bankinn þarf að greiða, getur sveiflast. Ef ákvörðun Seðlabankans um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig veldur því að ávöxtunarkrafa sértryggðra skuldabréfa lækkar á nýjan leik, eða breytingar verða á öðrum fjármögnunarkjörum bankans, mun Landsbankinn taka mið af því,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Hann segir jafnframt að Landsbankinn hafi ekki tekið ákvörðun um breytingu á vöxtum sem byggir á nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabankans.

Arion banki hefur ekki hækkað vexti nýverið og engin ákvörðun hefur verið tekin um vaxtabreytingar eftir tíðindi gærdagsins.

Vaktaþróun er gríðarlega stórt hagsmunamál fyrir neytendur og því mikilvægt að fylgjast vel með þróuninni.

- Auglýsing -

„Neytendasamtökin sendu í byrjun september stærstu bönkum landsins kröfu um að breyta vaxta skilmálum sínum því þeir einfaldlega standast ekki lög að okkar mati og lögfræðigreinargerðar sem samtökin lét vinna. Bæði lækkunar og hækkunar ferli eru ógagnsæ. Þessar ákvarðanir eru teknar í reykfylltum bakherbergjum bankana og engin getur sannreynt þær. Þetta skapar leyndarhyggju og samræmist ekki lögum um vexti. Bankarnir hafa svarað beiðni okkar, en svörin eru okkur ekki að skapi,“ segir Breki og minnir jafnframt á að árið 2018 féll dómur í Hæstarétti þar sem framkvæmd og skilmálar með breytilegum vöxtum hjá Íslandsbanka voru dæmdir ólöglegir.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -