Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Hallbera minnist Þórhalls sem lést á Landakoti: „Að kveðjast gegnum einangrunarbúning er erfiðast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölskylda og vinir Þórhalls Arasonar, sem lést á Landakoti þarsíðustu helgi vegna hópsmitsins af Covid-19, minnast hans með fallegum minningarorðum. Hann verður jarðsunginn í dag.

Þórhallur fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð 28.júlí 1923. Hann lést á Landakoti 8. nóvember 2020, 97 ára að aldri. Hann lætur eftir sig þrjá syni og fjölda barnabarna.

Þórhallur lauk verslunarprófi frá Verslunarskólanum og síðar stúdentsprófi. Árið 1955 stofnaði hann fyrirtækið Solido sem framleiddi fatnað, einkum barnaföt. Þórhallur ritaði tvær bækur. Fyrri bókin ber nafnið Saga og ættir Vertshússystkina og sitthvað fleira. Sú seinni er Fimmtíu ára starfsaga Lionsklúbbsins Ægis í máli og myndum. Þórhallur gekk snemma í Lionsklúbbinn Ægi og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum.

Þórhallur Ágústsson, sonarsonur Þórhalls, rifjar upp hversu viðburðarríka ævi afi hans hafði lifað í minningargrein í Morgunblaðinu í dag. Hann mun geyma í minni sér allar skemmtilegu frásagnirnar sem hann fékk að heyra aftur og aftur. „Smalastrákur, háseti, kokkur, námsmaður, framkvæmdarstjóri, iðnrekandi, eiginmaður, faðir, afi. Afi minn. Allt eru þetta atburðir sem áttu sér stað á fyrri hluta síðustu aldar, sumir nær því að vera aldargamlir. Samt tókst honum afa að blása í þær glæður á þann hátt að allt lifnaði við. Og þó hann afi hafi dáið við sviplegar aðstæður sem maður velti fyrir sér hvort ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir, þá átti hann gott líf. Hann átti afar viðburðaríkt líf. Og ég segi það, því ég veit það. Og ég veit það af því hann sagði mér það,“ segir Þórhallur og bætir við:

„Og þess vegna sit ég hér á 3. áratug 21. aldar og finnst eins og ég hafi upplifað þetta sjálfur. Og slíkt er svo ómetanlegt, svo ótrúlega dýrmætt. Þessi örfáu fátæklegu orð mín og stutta upptalning segir ekki hálfa sögu um það sem hann afi minn var. Stór karakter með enn stærra skaplyndi, en að sama skapi ótrúlega hlýr og innilegur. Alltaf var það hans mesta gleðistund að fá að hitta fjölskylduna sína. Hann beinlínis ljómaði upp á aðfangadag þegar öll strollan flykktist til hans í Espigerðinu og smellti á hann jólakveðju. Og þetta skýrðist einfaldlega af því hversu stoltur hann var af fjölskyldunni sinni allri. Og stolt var eitthvað sem hann afi kærði sig ekki um að fela.“

„Og þó hann afi hafi dáið við sviplegar aðstæður sem maður velti fyrir sér hvort ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir, þá átti hann gott líf. Hann átti afar viðburðaríkt líf“

Hallbera Friðriksdóttir segir það hafa verið afar erfiðar aðstæður að kveðja góðan vin sinn, tengaföður sinn, við Covid-aðstæðurnar á Landakoti vegna hópsmitsins. „Það að kveðjast er mér alltaf erfitt, en að þurfa að kveðjast gegnum plast og einangrunarbúning er enn erfiðara. Fá ekki að kveðjast og finna fyrir hinum deyjandi manni, strjúka kinn eða halda í hönd, er ómannúðlegt. Þannig þurfti ég að kveðja tengdaföður minn, tengdaföður sem mér þótti svo vænt um,“ segir Hallbera í minningargrein sinni.

- Auglýsing -

Hallbera segir að Þórhallur hafi kunnað hantökin sem til þurftu til að halda heimilinu hreinu og snyrtilegu eftir að katrín kona hans lést. „En því miður fór svo að halla undan fæti hjá honum, og leiðin niður á við var honum erfið, tími sem einkenndist af óöryggi og vanlíðan. Svo kom reiðarslagið Covid-19, sem endanlega hafði yfirhöndina. Þórhallur kvaddi þennan heim saddur lífdaga, 97 ára gamall. Ég mun sakna náins samferðamanns og góðs vinar,“ segir Hallbera.

Þórhallur gleðst yfir því að geyma hjá sér allar skemmtilegu sögurnar úr lífi afa sín. „En stoltið er mitt. Ég er stoltur að hafa getað kallað hann Þórhall Arason afa minn og ég gleðst yfir því að hafa með mér í farteskinu sögur, frásagnir og augnablik úr hans viðburðaríku ævi, sem ég get svo auðveldlega komið frá mér til næstu kynslóða. Því æviskeið afa markar að mörgu leyti sögu 20. aldarinnar á Íslandi. Það markar dugnað, ósérhlífni, baráttu, ást og hlýju, allt á sama tíma. Og þetta er saga sem við verðum að varðveita. Elsku afi, hvíldu í friði,“ segir Þórhallur.

Útför Þórhalls fram frá Bústaðakirkju í dag klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Athöfninni verður streymt hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -