Vefsíðan Men’s Health lagði könnun fyrir eitt þúsund bandarískar konur á aldrinum 21 árs til 54 ára til að komast að því hvaða eiginleikum konur leituðu eftir í fari karlmanna. Voru þetta tvær rafrænar kannanir; ein var framkvæmd af Opinion Research Corporation í New Jersey og hin af vefsíðunni BestLifeOnline.com.
Það vekur athygli í þessum tveimur könnunum að konurnar töldu vissa persónueiginleika og eiginleika í persónuleika karlmanna vega meira en líkamlegir eiginleikar þeirra. Þannig sögðu aðeins 13% kvennanna að stæltur líkami væri góður kostur á meðan 66% töldu siðferðislegan heilleika mikilvægan.
Hér fyrir neðan fylgja þeir tuttugu eiginleikar sem konur leita eftir í fari karlmanna, flokkaðir eftir tegund.
Topp fimm persónueiginleikarnir
1. Tryggð
84% kvennanna, eða rúmlega átta af hverjum tíu, sögðu að tryggð væri mikilvægur kostur.
2. Áreiðanleiki
Konurnar sögðust leita að karlmönnum sem væru ekki hræddir að skuldbinda sig og sögðu 75% vera að leita að karlmanni sem er áreiðanlegur.
3. Góðmennska
67% kvennanna sögðust hrífast af góðmennsku.
4. Siðferðislegur heilleiki
66% kvennanna trúa að ef karlmaður getur sagt sannleikann að hann sé góður framtíðar förunautur.
5. Föðurlegur eiginleiki
Það að karlmaður sé góður faðir, eða geti hugsanlega orðið góður faðir, skipti 51% kvennanna miklu máli.
Topp fimm persónuleika eiginleikar
1. Skopskyn
Samkvæmt 77% kvennanna er mikilvægt að karlmaður geti látið þær hlæja.
2. Gáfur
Áhugaverður og veraldarvanur maður er eitthvað sem heillar 55% kvennanna.
3. Ástríða
46% sögðu að þeim líkaði það þegar karlmaður væri ástríðufullur og sýnir það.
4. Sjálfstraust
Maður sem er öruggur í eigin skinni gerir konurnar sem hann er í sambandi með öruggar samkvæmt 41% kvennanna.
5. Örlæti
Þetta er mikilvægt fyrir 38% kvennanna sem svöruðu könnununum.
Topp fimm praktískir eiginleikar
1. Að hlusta
53% kvennanna sögðust líða vel og fyllast öryggi þegar þær vita að karlmaður hlustar á þær.
2. Rómantík
Tæplega helmingur kvennanna, eða 45%, sögðust dreyma um íburðarmiklar, rómantískar athafnir.
3. Að vera góður í rúminu
Konurnar sögðu að maður sem hugsar um þær í rúminu hugsi líka um þær utan þess.
4. Heimilisstörf
23% sögðu að karlmaður myndi vinna hjarta þeirra ef hann myndi vera duglegur að elda, þrífa og þess háttar.
5. Möguleiki á góðum tekjum
Ein af hverjum fimm konum sem tóku þátt í könnununum sögðu að velgengni í starfi væri mikilvægur þáttur í aðdráttarafli karlmanna.
Topp fimm líkamlegir eiginleikar
1. Fatastíll
Hvernig karlmaður klæðir sig endurspeglar hvernig konu hann er með, samkvæmt könnununum.
2. Myndarlegt andlit
Konurnar sögðu að menn með breiða höku, há kinnbein og stór augu væru mest aðlaðandi.
3. Hæð
15% kvennanna sögðust vilja vera lægri en ástmenn sínir.
4. Vöðvastæltur líkami
Aðeins 13% kvennanna sögðu að vöðvastæltur líkami væri mikilvægur í fari karlmanna.
5. Hreysti
12% sögðu hins vegar kunna að meta það þegar karlmaður er í góðu formi.