Uppsagnir rótgróinna fréttamanna á Ríkisútvarpinu hafa vakið mikla athygli. Fréttamennirnir Pálmi Jónasson og Jóhann Hlíðar Harðarson hafa lengstan sinn starfsaldur verið á RÚV en fengu reisupassann ásamt fleirum. Ríkisútvarpið er í skelfilegri rekstrarstöðu eftir að hafa selt lóðir og leigt út helming höfuðstöðva sinna. Allt þetta fé er brunnið upp og það vantar 600 milljónir króna. Einhverjir vilja kenna Magnúsi Geir Jóhannessyni, fyrrverandi útvarpsstjóra, um vandann sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri þarf að glíma við. Uppsagnirnar í vikunni leiða af sér sparnað upp á 50 milljónir á ári og eru sem dropi í skuldahafið. Hermt er að innan RÚV viti menn ekki sitt rjúkandi ráð varðandi framhaldið og aðgerðir til að tryggja reksturinn til framtíðar …