Svartur Föstudagur byrjar nú á mánudegi og hér er nú heldur verið að teygja lopann. Þessi stóri verslunardagur er Bandarískur og hefð hefur skapast þar í landi að fjórði föstudagur í nóvember markast af tilboðum og er talinn upphaf jólavertíðar hjá verslunum. Ef marka má hópinn Markaðsnördar á Facebook þá eru tilboðin misdjúsí. Enn markaðsnördinn setur inn þessan póst hér:
Takið eftir smáa letrinu.. það eru sumsé ÖLL raftæki á 60% afslætti .. nema þau allra vinsælustu!
Viðbrögðin láta ekki á sér standa:
„Hrikalega aumir sumir afslættirnir þarna. 6% afsláttur er ekki Black Friday díll í mínum augum.“
„En samt langflest á svona 3-15% afslætti. Glataðar þessar black FRIDAY vikur sem allir eru að vinna með.“
Benda hópameðlimir á að neytendur virðist þó margir falla fyrir þessu:
„Ég meina Playstation 2 er á 2%afslætti, ég stekk á það! Nei bíddu, hún er uppseld!“
„Eða sko, við eigum einn 10 ára gamlan rafmagnstannbursta inn á lager. Fundum hann bakvið gamlan vegg sem var verið að rífa. Hann er á 60% afslætti. Rest er með meðaltal 3%.“
Guðana bænum, sleppiði þessu bara frekar!“
Svo eru aðrir sem stökkva fyrirtækjunum til varna og segja að samhengi sé á milli upphæð afsláttar og álagningar. En svo má ekki gleyma því að hagsýnir bíða eftir svona dögum til að kaupa það sem vantar og spara sér oft heilan helling.
Dæmi hver fyrir sig – hugsum okkur að minnsta kosti tvisvar um áður en við missum okkur í raftækjakaupum, fyrir budduna og umhverfið. Spurningin – þarf ég þetta? á alltaf við.